25 starfsmönnum Grid var sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2023 13:44 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. Aukin áhersla verði lögð á tekjusköpun. Grid Tuttugu og fimm starfsmönnum upplýsingatæknifyrirtækisins Grid var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar. Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar.
Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26