Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 21:18 Eriksen fékk þó ekki að eiga boltann. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira