Viðskipti innlent

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ríkisendurskoðun væntir ráðstafana vegna skorts á skilum ársreikninga.
Ríkisendurskoðun væntir ráðstafana vegna skorts á skilum ársreikninga. Vísir

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Í til­kynningu segir að sam­kvæmt 3. grein laga nr. 19/1998, um sjóði og stofnanir sem starfi sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá, beri þeim sem beri á­byrgð á sjóði eða stofnun að senda Ríkis­endur­skoðun árs­reikning sjóðs eða stofnunar á­samt skýrslu um hvernig fé hefur verið ráð­stafað. Ár­legur skila­frestur er 30. júní.

Þetta þýðir að alls hafa 78 prósent sjóða og stofnana ekki skilað árs­reikningi innan skila­frests. Á sama tíma í fyrra voru skilin um 30 prósent og um 35 prósent árið 2021. Segir Ríkis­endur­skoðun að því sé ljóst að skila sjóða og stofnana fari hríð­versnandi ár frá ári.

Einungis 22 prósent sjóða og stofnana hafa skilað upplýsingum um ársreikning.Ríkisendurskoðun

Vænta ráð­stafana

„Ríkis­endur­skoðun lítur þetta mjög al­var­legum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta á­hættu­mati Ríkis­lög­reglu­stjóra vegna peninga­þvættis og fjár­mögnunar hryðju­verka, sem gefið var út í mars 2021, er sér­stak­lega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá og ó­full­nægjandi skil þeirra á árs­reikningum síðustu ár.“

Segir stofnunin að at­hygli stjórn­valda hafi á undan­förnum árum verið vakin á slæ­legum skilum. Væntir Ríkis­endur­skoðun þess að þegar farið verði í heildar­endur­skoðun á laga­um­hverfi sjóða og stofnana sem starfi sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá verði gerðar ráð­stafanir til að bæta árs­reikninga.

Hyggst Ríkis­endur­skoðun fyrir árs­lok birta út­drátt úr þeim árs­reikningum sjálfs­eignar­stofnana og sjóða fyrir rekstrar­árið 2022 sem borist hafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×