Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 10:57 Friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hefur verið gert að yfirgefa Malí. AP/Moulaye Sayah Herforingjastjórn Malí segir að 49 borgarar og fimmtán hermenn hafi fallið í árásum hryðjuverkamanna í norðurhluta landsins í gær. Hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda eru sagðir hafa ráðist á ferju nærri Timbuktu og á varðstöð í Gao-héraði. Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Malí Hernaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra.
Malí Hernaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira