Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 13:59 Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Vatn Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi.
Vatn Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira