„Við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 20:59 Jóhann Berg var fyrirliði Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði liðið hafa gert mistök á báðum endum vallarins. „Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega svekkjandi og við gefum þeim forskot á fyrstu mínútunum sem er náttúrulega ekki nógu gott. Við ætluðum okkur sex stig og það er ekki að takast og það er bara næsti leikur,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í Lúxemborg í kvöld. „Við gerum of mörg mistök í dag, við sköpuðum okkur líka færi sem við þurfum að klára og við vitum það manna best.“ Heimamenn komust yfir strax í upphafi leiks eftir að dæmd var vítaspyrna. Dómari leiksins fór í VAR-skjáinn og stóð við sinn dóm. „Ég sá þetta ekki nógu vel, ég þarf að sjá þetta aftur. Þeir auðvitað skoðuðu þetta nokkuð vel og gefa vítaspyrnuna og þetta er klaufalegt hjá okkur. Einn bolti innfyrir og við eigum að díla við svoleiðis,“ sagði Jóhann Berg en Hörður Björgvin Magnússon var hikandi í sínum varnarleik þegar vítaspyrnan var dæmd og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu sömuleiðis. „Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi að gefa þeim forskot því mér fannst við fínir úti á velli. Það voru of mörg mistök á báðum endum, við gefum þeim mörk og erum ekki að klára færin okkar.“ „Er ekkert að spá í því núna“ Varnarleikur Íslands í dag var ósannfærandi en batamerki höfðu sést á honum eftir fyrstu leiki liðsins undir stjórn Åge Hareide. „Við fáum á okkur þrjú mörk og það er bara ekki nógu gott, við vitum það. Við getum ekki gert svona mörg mistök, í landsliðsfótbolta er það ekki hægt. Við þurfum að læra af þessu og við þurfum að gera það fljótt því næsti leikur er á mánudaginn.“ Jóhann Berg sagðist ekki spá í stöðu Íslands í riðlinum. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári svo gott sem úr sögunni. „Ég veit það ekki og er ekki að spá í því núna. Ég er bara að spá í því hversu svekkjandi var að tapa þessum leik í kvöld. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er og einbeita okkur að heimaleiknum á mánudaginn. Byggja upp góða stemmningu og vinna Bosníu, það er ekkert annað í boði og það þýðir ekkert að svekkja sig eitthvað mikið lengur á þessu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira