„Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:42 Guðlaugur Victor Pálsson var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum. „Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
„Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti