Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:30 Antony neitar öllum þeim áskökunum sem komið hafa fram gagnvart honum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira