Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 13:30 Ferðaþjónustan blómstrar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina. Margir af fjölmennustu ferðamannastöðum landsins eru í Hornafirði en þar má nefna Skaftafell og Jökulsárlón, svo ekki sé minnst á alla fallegu staðina innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornfirðinga er mjög ánægður með stöðu mála þegar ferðamenn eru annars vegar í sveitarfélaginu. „Það er mikill ferðavilji á meðal ferðamanna og við fáum stóran hluta og meiri hlutann af því ferðafólki, sem kemur til landsins. Ástæðan fyrir því er náttúrulega fyrst og fremst þessi stórkostlega náttúra, sem við höfum hérna í kringum okkur. Við erum með einstakt aðgengi af fjöllum og jöklum og jökullónum og slíku,“ segir Sigurjón. En hvaða þýðingu hafa ferðamenn fyrir sveitarfélagið sjálft? „Þeir hafa mjög mikla þýðingu og samfélagið hefur þróast mikið á síðustu árum í takti við fjölda ferðafólks. Þetta er svona önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífinu hér og við erum að gera alveg frábæra hluti þegar kemur að því að bæta innviði við að taka á móti ferðafólki.“ Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um innviðina hvernig eru þeir hjá ykkur? „Við erum með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og gistingu, ferðum og ýmissi vöruþróun, sem er í boði fyrir ferðafólk en það sem við höfum áhyggjur af eru öryggisinnviðirnir og við erum ekki eina sveitarfélagið hér í Hornafirði, sem höfum haft áhyggjur af því. Við höfum áhyggjur af því að heilbrigðiskerfið og fyrsta viðbragð og löggæsla hafi í raun og veru ekki fylgt þessari miklu aukningu í fjölda ferðafólks,“ segir Sigurjón bæjarstjóri. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Sveitarfélagið Hornafjörð til að skoða helstu náttúruperlur Íslands, sem eru í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Margir af fjölmennustu ferðamannastöðum landsins eru í Hornafirði en þar má nefna Skaftafell og Jökulsárlón, svo ekki sé minnst á alla fallegu staðina innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornfirðinga er mjög ánægður með stöðu mála þegar ferðamenn eru annars vegar í sveitarfélaginu. „Það er mikill ferðavilji á meðal ferðamanna og við fáum stóran hluta og meiri hlutann af því ferðafólki, sem kemur til landsins. Ástæðan fyrir því er náttúrulega fyrst og fremst þessi stórkostlega náttúra, sem við höfum hérna í kringum okkur. Við erum með einstakt aðgengi af fjöllum og jöklum og jökullónum og slíku,“ segir Sigurjón. En hvaða þýðingu hafa ferðamenn fyrir sveitarfélagið sjálft? „Þeir hafa mjög mikla þýðingu og samfélagið hefur þróast mikið á síðustu árum í takti við fjölda ferðafólks. Þetta er svona önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífinu hér og við erum að gera alveg frábæra hluti þegar kemur að því að bæta innviði við að taka á móti ferðafólki.“ Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um innviðina hvernig eru þeir hjá ykkur? „Við erum með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og gistingu, ferðum og ýmissi vöruþróun, sem er í boði fyrir ferðafólk en það sem við höfum áhyggjur af eru öryggisinnviðirnir og við erum ekki eina sveitarfélagið hér í Hornafirði, sem höfum haft áhyggjur af því. Við höfum áhyggjur af því að heilbrigðiskerfið og fyrsta viðbragð og löggæsla hafi í raun og veru ekki fylgt þessari miklu aukningu í fjölda ferðafólks,“ segir Sigurjón bæjarstjóri. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Sveitarfélagið Hornafjörð til að skoða helstu náttúruperlur Íslands, sem eru í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira