Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:44 Dennis Schröder var frábær í liði Þjóðverja. Vísir/Getty Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda. HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira