Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 13:47 Frystikistan sem maðurinn geymdi konuna í. Åklagarmyndigheten Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32
Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46