Stjörnuframmistaða í fyrsta sigrinum í Kiel í ellefu ár: „Fannst við spila frábærlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 10:01 Elvar Örn Jónsson fagnar með samherja sínum í Melsungen og íslenska landsliðinu, Arnari Frey Arnarssyni. getty/Swen Pförtner Elvar Örn Jónsson átti glansleik þegar Melsungen vann óvæntan sigur á Þýskalandsmeisturum Kiel. Hann hefur byrjað tímabilið af miklum krafti eins og lið Melsungen sem virðist geta velgt bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar undir uggum. Elvar skoraði níu mörk þegar Melsungen gerði sér lítið fyrir og vann Kiel, 30-35, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Þetta var fyrsti sigur Melsungen í Kiel síðan 2012 og aðeins sá annar frá upphafi. „Þetta var geggjaður liðssigur. Mér fannst við spila frábærlega. Þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik. Þeir komust aðeins fram úr okkur en við klóruðum okkur til og það var jafnt í hálfleik. Svo byrjuðum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og náðum þessu níu marka forskoti. Svo fóru þeir að spila framarlega í vörninni og við styttum okkar sóknir. Þeir skoruðu alltaf strax og náðu hægt og rólega að minnka muninn en við náðum að halda út,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. „Mér fannst við spila hrikalega góða vörn. Mörkin sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik voru mörg úr seinni bylgju. Þeir eru með hrikalegar skyttur sem bombuðu á okkur af tólf metrum. Þeir hittu í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni lokuðum við á það og þeir töpuðu boltanum. Þeir fóru í sjö á sex en við spiluðum mjög góða vörn gegn því, skoruðum auðveld mörk og byggðum upp þetta forskot.“ Aukið pláss, aukin tækifæri Elvar lék á als oddi í leiknum í fyrradag og skoraði sem áður sagði níu mörk. Hann nýtti sér aukið pláss sem skapaðist í seinni hálfleik til hins ítrasta. „Þetta var góður leikur,“ sagði Elvar hógvær. „Í seinni hálfleik spiluðu þeir framar og tóku eiginlega tvo úr umferð. Þá opnaðist meira pláss fyrir mig að fara einn á einn á stóru svæði. Ég reyndi að nýta mér það eins vel og ég gat.“ Elvar er á sínu þriðja tímabili hjá Melsungen.getty/Mathias Renner Sem fyrr sagði hefur Elvar byrjað tímabilið vel og hefur skorað átján mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni. Hann segir ekkert frábrugðið í undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Lið Melsungen sé bara orðið betra en það var. Sterkari á svellinu „Þetta er liðið. Ég geri bara það sama og síðustu ár. Liðið er samstilltara og við höfum unnið þessa jöfnu leiki í ár. Í fyrra töpuðum við þeim og brotnuðum. Núna stígum við upp þegar pressan kemur,“ sagði Elvar en Melsungen er með fullt hús stiga á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Melsungen fékk góðan liðsstyrk í sumar, meðal annars heljarmennið Dainis Kristopans frá Paris Saint-Germain. Lettinn hávaxni hefur, líkt og Elvar, skorað átján mörk í byrjun tímabils og gefið þrettán stoðsendingar. Elvar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018.vísir/vilhelm „Mér fannst við vera með gott lið í fyrra en í ár erum við samstilltari. Kristopans kemur með gríðarlega mikla reynslu. Öll liðin þurfa að hugsa um hann, þannig það opnast meira fyrir hina. Svo hefur vörnin okkar batnað. Mér fannst hún mjög góð í fyrra en enn betri núna. Við fengum Ungverjann (Adrian) Sipos. Hann er gríðarlega sterkur einn á einn og flottur karakter,“ sagði Elvar. „Mér finnst líka munur í sókninni. Í fyrra áttum við í basli með að skora mörk en núna finnst mér við alltaf vera betri og betri í sókninni og finna hvorn annan.“ Annað hlutverk í sókninni Elvar segir að breyting hafi orðið á hlutverki hans í sóknarleik Melsungen frá síðustu tveimur tímabilum. „Núna er ég hugsaður sem vinstri skytta og fæ að byrja árásir. Ég er ekki mikið hugsaður sem miðjumaður til að byrja með, því við erum með tvo þannig. Núna er ég meira í vinstri skyttustöðunni og get einbeitt mér að koma á fullri ferð í staðinn fyrir að hugsa of mikið,“ sagði Elvar sem er í risastóru hlutverki í varnarleik Melsungen sem endranær. „Ég er þristur, fjarki, tvisvar og fimma og spila þetta allt.“ Hlutverk Elvars í varnarleik Melsungen er stórt og mikið.getty/Swen Pförtner Engum dylst hversu mikill metnaður er til staðar hjá Melsungen þótt árangurinn hafi ekki alltaf verið í samræmi við vonir og væntingar. „Kannski að finna réttu leikmennina til að spila saman og vinna tæpu leikina. Svo hefur hugarfarið breyst aðeins í ár,“ sagði Elvar aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá Melsungen síðustu ár. Fara ekki fram úr sér Selfyssingurinn segir að Melsungen horfi löngunaraugum til Evrópusætis. „Eins og í fyrra var stefnan að ná í Evrópusæti. Við byrjum á því. Við reynum samt að hugsa sem mest um einn leik í einu; þetta gamla góða. Við viljum ekki fara fram úr okkur þótt við höfum byrjað rosalega vel.“ Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Elvar skoraði níu mörk þegar Melsungen gerði sér lítið fyrir og vann Kiel, 30-35, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Þetta var fyrsti sigur Melsungen í Kiel síðan 2012 og aðeins sá annar frá upphafi. „Þetta var geggjaður liðssigur. Mér fannst við spila frábærlega. Þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik. Þeir komust aðeins fram úr okkur en við klóruðum okkur til og það var jafnt í hálfleik. Svo byrjuðum við seinni hálfleikinn hrikalega vel og náðum þessu níu marka forskoti. Svo fóru þeir að spila framarlega í vörninni og við styttum okkar sóknir. Þeir skoruðu alltaf strax og náðu hægt og rólega að minnka muninn en við náðum að halda út,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. „Mér fannst við spila hrikalega góða vörn. Mörkin sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik voru mörg úr seinni bylgju. Þeir eru með hrikalegar skyttur sem bombuðu á okkur af tólf metrum. Þeir hittu í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni lokuðum við á það og þeir töpuðu boltanum. Þeir fóru í sjö á sex en við spiluðum mjög góða vörn gegn því, skoruðum auðveld mörk og byggðum upp þetta forskot.“ Aukið pláss, aukin tækifæri Elvar lék á als oddi í leiknum í fyrradag og skoraði sem áður sagði níu mörk. Hann nýtti sér aukið pláss sem skapaðist í seinni hálfleik til hins ítrasta. „Þetta var góður leikur,“ sagði Elvar hógvær. „Í seinni hálfleik spiluðu þeir framar og tóku eiginlega tvo úr umferð. Þá opnaðist meira pláss fyrir mig að fara einn á einn á stóru svæði. Ég reyndi að nýta mér það eins vel og ég gat.“ Elvar er á sínu þriðja tímabili hjá Melsungen.getty/Mathias Renner Sem fyrr sagði hefur Elvar byrjað tímabilið vel og hefur skorað átján mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni. Hann segir ekkert frábrugðið í undirbúningi sínum fyrir tímabilið. Lið Melsungen sé bara orðið betra en það var. Sterkari á svellinu „Þetta er liðið. Ég geri bara það sama og síðustu ár. Liðið er samstilltara og við höfum unnið þessa jöfnu leiki í ár. Í fyrra töpuðum við þeim og brotnuðum. Núna stígum við upp þegar pressan kemur,“ sagði Elvar en Melsungen er með fullt hús stiga á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Melsungen fékk góðan liðsstyrk í sumar, meðal annars heljarmennið Dainis Kristopans frá Paris Saint-Germain. Lettinn hávaxni hefur, líkt og Elvar, skorað átján mörk í byrjun tímabils og gefið þrettán stoðsendingar. Elvar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018.vísir/vilhelm „Mér fannst við vera með gott lið í fyrra en í ár erum við samstilltari. Kristopans kemur með gríðarlega mikla reynslu. Öll liðin þurfa að hugsa um hann, þannig það opnast meira fyrir hina. Svo hefur vörnin okkar batnað. Mér fannst hún mjög góð í fyrra en enn betri núna. Við fengum Ungverjann (Adrian) Sipos. Hann er gríðarlega sterkur einn á einn og flottur karakter,“ sagði Elvar. „Mér finnst líka munur í sókninni. Í fyrra áttum við í basli með að skora mörk en núna finnst mér við alltaf vera betri og betri í sókninni og finna hvorn annan.“ Annað hlutverk í sókninni Elvar segir að breyting hafi orðið á hlutverki hans í sóknarleik Melsungen frá síðustu tveimur tímabilum. „Núna er ég hugsaður sem vinstri skytta og fæ að byrja árásir. Ég er ekki mikið hugsaður sem miðjumaður til að byrja með, því við erum með tvo þannig. Núna er ég meira í vinstri skyttustöðunni og get einbeitt mér að koma á fullri ferð í staðinn fyrir að hugsa of mikið,“ sagði Elvar sem er í risastóru hlutverki í varnarleik Melsungen sem endranær. „Ég er þristur, fjarki, tvisvar og fimma og spila þetta allt.“ Hlutverk Elvars í varnarleik Melsungen er stórt og mikið.getty/Swen Pförtner Engum dylst hversu mikill metnaður er til staðar hjá Melsungen þótt árangurinn hafi ekki alltaf verið í samræmi við vonir og væntingar. „Kannski að finna réttu leikmennina til að spila saman og vinna tæpu leikina. Svo hefur hugarfarið breyst aðeins í ár,“ sagði Elvar aðspurður hvað hafi vantað upp á hjá Melsungen síðustu ár. Fara ekki fram úr sér Selfyssingurinn segir að Melsungen horfi löngunaraugum til Evrópusætis. „Eins og í fyrra var stefnan að ná í Evrópusæti. Við byrjum á því. Við reynum samt að hugsa sem mest um einn leik í einu; þetta gamla góða. Við viljum ekki fara fram úr okkur þótt við höfum byrjað rosalega vel.“
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn