Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. september 2023 06:58 Greint hefur verið frá því að Pútín vonist eftir að fá vopn hjá Norðurkóreumönnum og Kim eftir því að fá erlendan gjaldeyri frá Rússum. epa/Sputnik/Mikhail Metzel Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. Kim ferðaðist til austurhluta Rússlands í brynvarðri lest og með í för eru valdamiklir menn á borð við yfirmann hersins og yfirmann skotfæraframleiðslu landsins en talið er að Pútín sækist eftir samningi um kaup á skotfærum frá Norður-Kóreu. Þá er systir einræðisherrans einnig með í för en Kim Yo Jong er sögð afar valdamikil í landinu. Við upphaf fundarins þakkaði Kim Pútín kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og sagðist viss um að Rússland og Norður-Kórea myndu halda áfram baráttu sinni gegn heimsvaldastefnu, eins og hann orðaði það. Pútín sagði við blaðamenn fyrir fundinn að allt væri upp á borðum og að ekkert viðfangsefni yrði undanskilið á fundinum. Eitt staðfest umræðuefni eru þó gervihnettir en talið er að Norður-Kóreumenn sækist eftir aðstoð Rússa við að koma upp eigin kerfi gervihnatta. Rétt áður en fundurinn hófst skutu Norður-Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft líkt og þeir hafa gert reglulega undanfarin misseri. Og Rússar gerður í nótt drónaárásir á borgina Odeshchyna þar sem sjö eru sagðir hafa særst. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að 32 af 44 Shahed-drónum hafi verið grandað. Rússland Norður-Kórea Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Kim ferðaðist til austurhluta Rússlands í brynvarðri lest og með í för eru valdamiklir menn á borð við yfirmann hersins og yfirmann skotfæraframleiðslu landsins en talið er að Pútín sækist eftir samningi um kaup á skotfærum frá Norður-Kóreu. Þá er systir einræðisherrans einnig með í för en Kim Yo Jong er sögð afar valdamikil í landinu. Við upphaf fundarins þakkaði Kim Pútín kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og sagðist viss um að Rússland og Norður-Kórea myndu halda áfram baráttu sinni gegn heimsvaldastefnu, eins og hann orðaði það. Pútín sagði við blaðamenn fyrir fundinn að allt væri upp á borðum og að ekkert viðfangsefni yrði undanskilið á fundinum. Eitt staðfest umræðuefni eru þó gervihnettir en talið er að Norður-Kóreumenn sækist eftir aðstoð Rússa við að koma upp eigin kerfi gervihnatta. Rétt áður en fundurinn hófst skutu Norður-Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft líkt og þeir hafa gert reglulega undanfarin misseri. Og Rússar gerður í nótt drónaárásir á borgina Odeshchyna þar sem sjö eru sagðir hafa særst. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að 32 af 44 Shahed-drónum hafi verið grandað.
Rússland Norður-Kórea Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira