Búið að girða af slysstaðinn á Vopnafirði Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 07:01 Hér má sjá hvernig svæðið, þar sem bæði slysin áttu sér stað, hefur verið girt af. Sara Elísabet Svansdóttir Búið er að girða af klettótt svæði við smábátahöfnina á Vopnafirði þar sem tvö slys hafa orðið á síðustu dögum, þar af eitt banaslys. Frá þessu greinir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, í samtali við Vísi .„Við girtum þetta bara almennilega, og þetta lítur ágætlega út. Þannig nú passar fólk sig að fara ekki alveg að brúninni,“ segir hún. „Eftir að banaslysið varð hefur fólk verið að koma og kveikja á kertum. Þessi staður er ekkert endilega hættulegri en hver annar. Og vegna þess að það er svo mikið af fólki þarna og það er bekkur þarna þá erum við búin að girða svæðið af,“ segir hún. Um er að ræða tímabundna lausn að sögn Söru og í framhaldinu verði skoðað af sveitarfélaginu hvort eigi að setja upp varanlega girðingu. Violeta Mitul lést fyrir rúmri viku síðan, en hún var leikamaður knattspyrnuliðsins Einherja. Sara segir að gríðarlegur samhugur hafi verið í samfélaginu fyrir austan vegna andlátsins. „Það er alveg hræðilegt að þetta hafi gerst. Við vorum með svo fallega bænastund í síðustu viku og það mættu held ég bara allir bæjarbúar,“ segir Sara sem vonast til að fjölskylda Violetu, sem er á landinu hafi fundið fyrir stuðningi. Jafnframt segir Sara að andlátið sé mikið áfall fyrir liðsfélaga hennar hjá Einherja, sem og alla aðra bæjarbúa. Viku eftir banaslysið í síðustu viku féll önnur kona niður af klettunum, en áverkar hennar töldust minniháttar. Vopnafjörður Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Frá þessu greinir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, í samtali við Vísi .„Við girtum þetta bara almennilega, og þetta lítur ágætlega út. Þannig nú passar fólk sig að fara ekki alveg að brúninni,“ segir hún. „Eftir að banaslysið varð hefur fólk verið að koma og kveikja á kertum. Þessi staður er ekkert endilega hættulegri en hver annar. Og vegna þess að það er svo mikið af fólki þarna og það er bekkur þarna þá erum við búin að girða svæðið af,“ segir hún. Um er að ræða tímabundna lausn að sögn Söru og í framhaldinu verði skoðað af sveitarfélaginu hvort eigi að setja upp varanlega girðingu. Violeta Mitul lést fyrir rúmri viku síðan, en hún var leikamaður knattspyrnuliðsins Einherja. Sara segir að gríðarlegur samhugur hafi verið í samfélaginu fyrir austan vegna andlátsins. „Það er alveg hræðilegt að þetta hafi gerst. Við vorum með svo fallega bænastund í síðustu viku og það mættu held ég bara allir bæjarbúar,“ segir Sara sem vonast til að fjölskylda Violetu, sem er á landinu hafi fundið fyrir stuðningi. Jafnframt segir Sara að andlátið sé mikið áfall fyrir liðsfélaga hennar hjá Einherja, sem og alla aðra bæjarbúa. Viku eftir banaslysið í síðustu viku féll önnur kona niður af klettunum, en áverkar hennar töldust minniháttar.
Vopnafjörður Slysavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira