Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 14. september 2023 09:54 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11
Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35