Viðburðalítið viðvaranasumar Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 15:49 Íbúar höfuðborgarsvæðisins nutu veðurblíðunnar í júlí. Vísir/Vilhelm Sumarið sem líður hefur verið fremur viðburðalítið hvað varðar veðurviðvaranir, en einungis sjö gular viðvaranir hafa verið gefnar út þetta sumarið og þær voru allar vegna vinds. Síðustu fimm sumur hafa 36 viðvaranir verið gefnar út að jafnaði. Þetta segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að viðvararnirnar skiptast þannig að fimm voru gefnar út í júní, tvær í júlí, en engin viðvörun gefin út í ágústmánuði. „Sumarið sker sig út er horft er til baka, en síðastliðin fimm sumur voru um 36 viðvaranir gefnar út að jafnaði.“ Sumarmánuðirnir ólíkir Þá segir að sumarmánuðirnir hafi verið mjög ólíkir, þá sérstaklega júní og júlí. Í júní hafi suðvestlægar áttir verið ríkjandi. Það hafi verið óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þetta hafi verið hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum og jafnframt hlýjasti sumarmánuðurinn þar þetta árið. Á meðan hafi júnímánuður verið sérlega úrkomusamur og sólarlítill á sunnan- og vestanverðu landinu. Í júlí hafi aftur á móti norðan- og norðaustanáttir verið ríkjandi allan mánuðinn. Það hafi verið kalt á Norður- og Austurlandi en að tiltölu hlýrra suðvestanlands. Þá hafi verið óvenju þurrt og sólríkt á sunnan- og vestanverðu landinu og þetta víða verið þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga í þeim landshlutum. Ágúst hafi svo verið tiltölulega hlýr, hægviðrasamur og þurr. Veður Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að viðvararnirnar skiptast þannig að fimm voru gefnar út í júní, tvær í júlí, en engin viðvörun gefin út í ágústmánuði. „Sumarið sker sig út er horft er til baka, en síðastliðin fimm sumur voru um 36 viðvaranir gefnar út að jafnaði.“ Sumarmánuðirnir ólíkir Þá segir að sumarmánuðirnir hafi verið mjög ólíkir, þá sérstaklega júní og júlí. Í júní hafi suðvestlægar áttir verið ríkjandi. Það hafi verið óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þetta hafi verið hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum og jafnframt hlýjasti sumarmánuðurinn þar þetta árið. Á meðan hafi júnímánuður verið sérlega úrkomusamur og sólarlítill á sunnan- og vestanverðu landinu. Í júlí hafi aftur á móti norðan- og norðaustanáttir verið ríkjandi allan mánuðinn. Það hafi verið kalt á Norður- og Austurlandi en að tiltölu hlýrra suðvestanlands. Þá hafi verið óvenju þurrt og sólríkt á sunnan- og vestanverðu landinu og þetta víða verið þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga í þeim landshlutum. Ágúst hafi svo verið tiltölulega hlýr, hægviðrasamur og þurr.
Veður Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Sjá meira