Handbolti

Arnór Þór hafði betur í uppgjöri íslensku þjálfaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var um árabil leikmaður Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson var um árabil leikmaður Bergischer. vísir/Getty

Bergischer vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Guðjón Val Sigurðsson og lærisveina hans í Gummersbach í þýska handboltanum í kvöld, 27-33.

Arnór Þór Gunnarsson er í þjálfarateymi Bergischer, en eftir að hafa lent undir snemma leiks snéru gestirnir leiknum sér í hag og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Munurinn á liðunum var fjögur mörk þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12-16.

Gestirnir í Bergischer héldu um fimm marka forskoti lengst af í síðari hálfleik, en gáfu í undir lokin og náðu mest átta marka forskoti í stöðunni 22-30 og svo aftur í 23-31. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og Bergischer vann að lokium öruggan sex marka sigur, 26-33.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach sem nú er með þrjú stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en Bergischer sem var að ná í sín fyrstu stig á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×