Bretar banna banvæna hundategund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 18:08 Hunda af tegundinni American bully XL geta orðið allt að sextíu kílógrömm. Getty Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán. Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán.
Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25