Leita upplýsinga um mengaðan jarðveg um land allt Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2023 19:32 Kristín segir verkefnið eilífðarvinnu en vonast eftir góðum viðtökum. Vísir/Ívar Umhverfisstofnun leitar nú til almennings um upplýsingar um mögulega mengaðan jarðveg um allt land. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Kristín Kröyer, segir upplýsingarnar mikilvægar komandi kynslóðum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að byggt sé á menguðum stöðum. Umhverfisstofnun safnar ábendingum almennings og fagaðila á kort. Hver tilkynning fer í mat og er svo flokkuð eftir áhættu og merkt á sérstalt kort. Nokkrir litir eru í boði. Grátt fyrir ómetna tilkynningu og svo gult upp í blátt þar sem hættustig hækkar með breytingu litar. Á kortinu er ýmsar upplýsingar að finna um mengaðan jarðveg, allt frá 17.öld. Sem dæmi er að finna mikinn fjölda miltisbrandsgrafa um allt land, staði þar sem úrgangur hefur verið urðaður. mengunarslys, olíuleka og annað mögulega mengandi. „Við erum að safna öllum upplýsingum um mengun sem fólk hefur, af öllu landinu. Allt sem fólk man eftir,“ segir Kristín. „Þetta eru svo mikilvægar upplýsingar fyrir komandi kynslóðir. Að vita hvar mengun leynist í jörðinni svo það komi okkur ekki á óvörum ef það á að byggja, að þar hafi verið mengun,“ segir Kristín og að fólk geti jafnvel orðið veikt ef ekki er tekið tillit til þess. „En svo stendur þetta líka í reglugerð,“ segir Kristín og hlær. Búið er að merkja ýmsa mengun inn á kortið en Kristín vonast til þess að hægt verði að tvöfalda magn litaðra punkta á kortinu. Mynd/Umhverfisstofnun Gagnagrunnurinn sem er á vef stofnunarinnar tekur bæði til staðfestra tilfella en einnig til þeirra tilfella þar sem grunur leikur á að mengun hafi átt sér stað. Hún segir úrganginn geta haft áhrif á jarðveginn um langa hríð sé ekkert gert. „Miltisbrandurinn er til dæmis þekktur fyrir að geta valdið vandræðum í allavega 400 til 500 ár,“ segir Kristín og að úrgangurinn sem við höfum urðað geti valdið vandræðum miklu lengur. Þannig við erum í vondum málum? „Nei, ekki ef við vitum hvar mengunin liggur. Við þurfum að vita hvar áhættan er svo við getum unnið okkur fram hjá henni,“ segir Kristín. Hún segir þó ekki endilega þörf á að bíða eftir að úrgangurinn hætti að valda vandræðum heldur sé oft hægt að hreinsa upp með ólíkum aðferðum eftir því hvaða mengun eða úrgang er um að ræða. Spilliefnapyttir á Gufuneshaugunum Á korti Umhverfisstofnunar eru nú þegar ýmsar upplýsingar sem eru flokkaðar eftir hættustigi. Á höfuðborgarsvæðinu er einn rauður hringur, yfir gömlu Gufuneshaugunum. „Þetta er merkilegur staður. Ruslahaugarnir hér tóku við rusli frá Reykjavík og sveitarfélögunum í kring allt frá 1967 til 1990 þegar haugunum var lokað. Hér er gríðarlegt magn af rusli sem við stöndum ofan á. Við höfum reiknað og áætlað varlega að magnið sé tvær til fimm milljónir rúmmetra af úrgangi þar,“ segir Kristín og að á vissum stöðum spilliefnapyttir þar sem hættulegustu efnunum var safnað saman. „Það eru ekki girnilegir staðir til að grafa niður á.“ Heldur í hringferð Hægt er að skila ábendingum á heimasíðu stofnunarinnar en auk þess heldur Kristín í hringferð eftir helgi til hitta fólk um allt land og safna hjá þeim upplýsingum. „Það er til að spjalla, en líka til að benda fólki á hvað það er sem við leitum eftir og hjálpa þeim sem ekki treysta sér til að fara á netið og fylla inn upplýsingarnar þar. Ég vona að við verðum dugleg og að minnsta kosti tvöföldum upplýsingarnar,“ segir Kristín. Hringferðin hefst eftir helgi. Hún segir herferðinni auðvitað beint að eldri kynslóðum en að þær yngri geti einnig búið yfir upplýsingum sem þau hafi fengið frá þeim eldri. „Eins og frásagnir frá ömmu og afa um hvar ruslið var grafið.“ Kristín segir þetta verkefni eilífðarvinnu. „Það er alltaf að bætast við og svo geta gerst óhöpp alltaf annað slagið. Það mun þannig alltaf bætast á listann.“ Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Umhverfisstofnun safnar ábendingum almennings og fagaðila á kort. Hver tilkynning fer í mat og er svo flokkuð eftir áhættu og merkt á sérstalt kort. Nokkrir litir eru í boði. Grátt fyrir ómetna tilkynningu og svo gult upp í blátt þar sem hættustig hækkar með breytingu litar. Á kortinu er ýmsar upplýsingar að finna um mengaðan jarðveg, allt frá 17.öld. Sem dæmi er að finna mikinn fjölda miltisbrandsgrafa um allt land, staði þar sem úrgangur hefur verið urðaður. mengunarslys, olíuleka og annað mögulega mengandi. „Við erum að safna öllum upplýsingum um mengun sem fólk hefur, af öllu landinu. Allt sem fólk man eftir,“ segir Kristín. „Þetta eru svo mikilvægar upplýsingar fyrir komandi kynslóðir. Að vita hvar mengun leynist í jörðinni svo það komi okkur ekki á óvörum ef það á að byggja, að þar hafi verið mengun,“ segir Kristín og að fólk geti jafnvel orðið veikt ef ekki er tekið tillit til þess. „En svo stendur þetta líka í reglugerð,“ segir Kristín og hlær. Búið er að merkja ýmsa mengun inn á kortið en Kristín vonast til þess að hægt verði að tvöfalda magn litaðra punkta á kortinu. Mynd/Umhverfisstofnun Gagnagrunnurinn sem er á vef stofnunarinnar tekur bæði til staðfestra tilfella en einnig til þeirra tilfella þar sem grunur leikur á að mengun hafi átt sér stað. Hún segir úrganginn geta haft áhrif á jarðveginn um langa hríð sé ekkert gert. „Miltisbrandurinn er til dæmis þekktur fyrir að geta valdið vandræðum í allavega 400 til 500 ár,“ segir Kristín og að úrgangurinn sem við höfum urðað geti valdið vandræðum miklu lengur. Þannig við erum í vondum málum? „Nei, ekki ef við vitum hvar mengunin liggur. Við þurfum að vita hvar áhættan er svo við getum unnið okkur fram hjá henni,“ segir Kristín. Hún segir þó ekki endilega þörf á að bíða eftir að úrgangurinn hætti að valda vandræðum heldur sé oft hægt að hreinsa upp með ólíkum aðferðum eftir því hvaða mengun eða úrgang er um að ræða. Spilliefnapyttir á Gufuneshaugunum Á korti Umhverfisstofnunar eru nú þegar ýmsar upplýsingar sem eru flokkaðar eftir hættustigi. Á höfuðborgarsvæðinu er einn rauður hringur, yfir gömlu Gufuneshaugunum. „Þetta er merkilegur staður. Ruslahaugarnir hér tóku við rusli frá Reykjavík og sveitarfélögunum í kring allt frá 1967 til 1990 þegar haugunum var lokað. Hér er gríðarlegt magn af rusli sem við stöndum ofan á. Við höfum reiknað og áætlað varlega að magnið sé tvær til fimm milljónir rúmmetra af úrgangi þar,“ segir Kristín og að á vissum stöðum spilliefnapyttir þar sem hættulegustu efnunum var safnað saman. „Það eru ekki girnilegir staðir til að grafa niður á.“ Heldur í hringferð Hægt er að skila ábendingum á heimasíðu stofnunarinnar en auk þess heldur Kristín í hringferð eftir helgi til hitta fólk um allt land og safna hjá þeim upplýsingum. „Það er til að spjalla, en líka til að benda fólki á hvað það er sem við leitum eftir og hjálpa þeim sem ekki treysta sér til að fara á netið og fylla inn upplýsingarnar þar. Ég vona að við verðum dugleg og að minnsta kosti tvöföldum upplýsingarnar,“ segir Kristín. Hringferðin hefst eftir helgi. Hún segir herferðinni auðvitað beint að eldri kynslóðum en að þær yngri geti einnig búið yfir upplýsingum sem þau hafi fengið frá þeim eldri. „Eins og frásagnir frá ömmu og afa um hvar ruslið var grafið.“ Kristín segir þetta verkefni eilífðarvinnu. „Það er alltaf að bætast við og svo geta gerst óhöpp alltaf annað slagið. Það mun þannig alltaf bætast á listann.“
Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira