Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Oddur Ævar Gunnarsson og Garpur I. Elísabetarson skrifa 17. september 2023 11:10 Mari er ein fremsta hlaupakona landsins og veltir nú framtíðinni fyrir sér. Vísir Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. „Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
„Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48
„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00
Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32