Álamafía upprætt í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2023 15:30 Frá álauppboði í Asturias á Norður-Spáni. Tim Graham/Getty Images Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs. Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs.
Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira