Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 08:49 Framganga Johnson vakti áhyggjur meðal opinberra starfsmanna stjórnkerfisins. Hann neyddist síðar til að segja af sér, meðal annars vegna partýstands í miðjum kórónuveirufaraldri. AP/Kirsty Wigglesworth Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira