SAGA sótti fyrsta sigur tímabilsins Snorri Már Vagnsson skrifar 19. september 2023 21:47 J0n og ADHD fóru fyrir liðum sínum í kvöld. SAGA sótti sinn fyrsta leik á tímabilinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO er liðið lagði ÍA í fyrri leik kvöldsins er 2. umferðin hófst. ÍA tók hnífalotuna og ákvað að hefja leik í vörn á Mirage. ÍA-menn hófu leikinn vel og tóku fyrstu þrjár loturnar þar sem Jón Kristján Jónsson, betur þekktur sem j0n, toppaði fellingartöfluna með sjö stykki og AWP í hönd. SAGA átti þó góða lotu þegar liðið færði sig yfir á B-svæði Mirage, kom sprengjunni niður og tók þar með sína fyrstu lotu í viðureigninni. SAGA-menn rifu sig þá heldur betur í gang en þeir tóku sex lotur í röð til að koma stöðunni í 3-6. J0n gerði sér þó lítið fyrir í erfiðri stöðu gegn tveim andstæðingum og plataði leikmann SAGA með því að henda USP-byssunni sinni í gólfið og kláraði lotuna með Vappanum sínum. Leikmenn SAGA kláruðu þó hálfleikinn betur og skiptu um hlutverk með forystuna. Staðan í hálfleik: 6-9 Leikmenn ÍA hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar og leikurinn þar með hnífjafn, en eftir 20 lotur var staðan 10-10. AWP-spilarar leiksins gripu allt sviðsljósið en báðir virtust þeir ekki geiga skoti. J0n endaði leikinn með 28 fellur og Kristófer Daði Kristjánsson, eða ADHD, var með 26 fellur. Afrek j0n dugðu þó ekki til á endasprettinum, en ÍA náði aðeins einni lotu eftir 20. lotu og SAGA tók sigurinn. Lokatölur: 11-16 Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn
ÍA tók hnífalotuna og ákvað að hefja leik í vörn á Mirage. ÍA-menn hófu leikinn vel og tóku fyrstu þrjár loturnar þar sem Jón Kristján Jónsson, betur þekktur sem j0n, toppaði fellingartöfluna með sjö stykki og AWP í hönd. SAGA átti þó góða lotu þegar liðið færði sig yfir á B-svæði Mirage, kom sprengjunni niður og tók þar með sína fyrstu lotu í viðureigninni. SAGA-menn rifu sig þá heldur betur í gang en þeir tóku sex lotur í röð til að koma stöðunni í 3-6. J0n gerði sér þó lítið fyrir í erfiðri stöðu gegn tveim andstæðingum og plataði leikmann SAGA með því að henda USP-byssunni sinni í gólfið og kláraði lotuna með Vappanum sínum. Leikmenn SAGA kláruðu þó hálfleikinn betur og skiptu um hlutverk með forystuna. Staðan í hálfleik: 6-9 Leikmenn ÍA hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri, en þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar og leikurinn þar með hnífjafn, en eftir 20 lotur var staðan 10-10. AWP-spilarar leiksins gripu allt sviðsljósið en báðir virtust þeir ekki geiga skoti. J0n endaði leikinn með 28 fellur og Kristófer Daði Kristjánsson, eða ADHD, var með 26 fellur. Afrek j0n dugðu þó ekki til á endasprettinum, en ÍA náði aðeins einni lotu eftir 20. lotu og SAGA tók sigurinn. Lokatölur: 11-16 Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn