Dusty fór létt með ÍBV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 22:16 Dusty vann öruggan sigur í kvöld. Dusty fer vel af stað á nýhöfnu tímabili í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils eftir öruggan sigur gegn ÍBV í kvöld. Dusty-menn settu tóninn strax í byrjun, en þeir sigruðu hnífalotuna og kusu að hefja leik í vörn. Dusty-menn voru af flestum taldir sigurstranglegri fyrir leik og héldu þeir uppteknum hætti og tóku fyrstu sex lotur leiksins. Í sjöundu lotu náðu ÍBV-menn að fella fjóra leikmenn Dusty ásamt því að setja sprengjuna niður á B-svæðinu. Elvar Orri Arnarsson, þekktur sem RavlE innan leiksins, var þá einn eftir af Dusty-mönnum, en hann leiddi þá fellingartöfluna með 11 stykki eftir aðeins sex lotur. Staðan var þar með orðin 6-1 og ÍBV komnir með sína fyrstu lotu. Hlutirnir áttu þó síður en svo eftir að verða auðveldari fyrir Eyjamenn. RavlE og Þorsteinn Friðfinnsson, þekktur sem TH0R, fóru á kostum fyrir Dusty með 14 og 13 fellur eftir níu lotur. Sigurganga Dusty hófst þá á nýjan veg og tóku þeir allar nema eina lotu það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 13-2 ÍBV kom sér fyrir í vörninni í seinni hálfleik með ekki ýkja stórt verkefni frammi fyrir sér, en þeir máttu ekki tapa fleiri en tveimur lotum ef þeir vildu sigurinn. Allt kom þó fyrir ekki og Dusty, með TH0R fremstan í flokki, tók allar loturnar í seinni hálfleik og sömuleiðis sinn annan sigur á tímabilinu með afar sannfærandi hætti. Lokatölur: 16-2 Dusty er þar með komið á topp deildarinnar en TEN5ION, Þór og FH geta jafnað þá á stigum á fimmtudaginn kemur þegar umferðin klárast. Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn
Dusty-menn settu tóninn strax í byrjun, en þeir sigruðu hnífalotuna og kusu að hefja leik í vörn. Dusty-menn voru af flestum taldir sigurstranglegri fyrir leik og héldu þeir uppteknum hætti og tóku fyrstu sex lotur leiksins. Í sjöundu lotu náðu ÍBV-menn að fella fjóra leikmenn Dusty ásamt því að setja sprengjuna niður á B-svæðinu. Elvar Orri Arnarsson, þekktur sem RavlE innan leiksins, var þá einn eftir af Dusty-mönnum, en hann leiddi þá fellingartöfluna með 11 stykki eftir aðeins sex lotur. Staðan var þar með orðin 6-1 og ÍBV komnir með sína fyrstu lotu. Hlutirnir áttu þó síður en svo eftir að verða auðveldari fyrir Eyjamenn. RavlE og Þorsteinn Friðfinnsson, þekktur sem TH0R, fóru á kostum fyrir Dusty með 14 og 13 fellur eftir níu lotur. Sigurganga Dusty hófst þá á nýjan veg og tóku þeir allar nema eina lotu það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 13-2 ÍBV kom sér fyrir í vörninni í seinni hálfleik með ekki ýkja stórt verkefni frammi fyrir sér, en þeir máttu ekki tapa fleiri en tveimur lotum ef þeir vildu sigurinn. Allt kom þó fyrir ekki og Dusty, með TH0R fremstan í flokki, tók allar loturnar í seinni hálfleik og sömuleiðis sinn annan sigur á tímabilinu með afar sannfærandi hætti. Lokatölur: 16-2 Dusty er þar með komið á topp deildarinnar en TEN5ION, Þór og FH geta jafnað þá á stigum á fimmtudaginn kemur þegar umferðin klárast. Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn