Mugison sýndi öðrum manni óvart typpamynd Jón Þór Stefánsson skrifar 20. september 2023 21:36 Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Vísir/Rakel Rún Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, segist hafa samið lagið Gúanó Kallinn á nýjustu plötu sinni É dúdda mía í mjög skrýtnu ástandi, það er að segja stuttu eftir að hann sýndi öðrum manni óvart typpamynd af sér. Þetta kom fram í viðtali sem útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson tók við Mugison á X-inu í dag. Mugison sagðist hafa verið orðinn of þungur, og að einn daginn hafi hann farið í sturtu. Að henni lokinni hafi hann litið í spegil og tekið mynd af sjálfum sér kviknöktum. „Ég tek mynd á símann. Ég ætlaði að eiga svona fyrir- og eftir mynd. Það væri gaman í framtíðinni að geta rifjað upp hvað maður hefði verið orðinn mikill chubby bastard,“ útskýrði Mugison. Stuttu seinna hafi hann verið í partíi að útskýra fyrir öðrum manni framkvæmdir sem hann væri að standa í. Hann hafði verið að gera upp orgel. „Ég sé það á honum að hann skilur mig ekki,“ segir Mugison sem bendir á að það sem hann hafi verið að segja um orgelið hafi líklega verið ansi flókið. Hann hafi þá ætlað að útskýra það betur fyrir honum með myndum sem hann átti í símanum. „Ég tek upp símann. Og þá var ég náttúrulega búinn að gleyma því hvað var síðast þarna á helvítis tækinu. Hann sér mig þarna, ég náttúrlega var ekki í neinum nærbuxum,“ segir Mugison. „Ég hleyp inn á klósett. Ég veit ekki afhverju, en það voru mín fyrstu viðbrögð. Og ég eyði myndinni,“ bætir hann við. „Ég skammaðast mín mjög mikið.“ Síðan segist Mugison hafa litið á þennan sama mann og hann hafi séð í augum hans að það hafi ekki farið fram hjá honum hvað hann hafi séð á myndinni. Tónlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson tók við Mugison á X-inu í dag. Mugison sagðist hafa verið orðinn of þungur, og að einn daginn hafi hann farið í sturtu. Að henni lokinni hafi hann litið í spegil og tekið mynd af sjálfum sér kviknöktum. „Ég tek mynd á símann. Ég ætlaði að eiga svona fyrir- og eftir mynd. Það væri gaman í framtíðinni að geta rifjað upp hvað maður hefði verið orðinn mikill chubby bastard,“ útskýrði Mugison. Stuttu seinna hafi hann verið í partíi að útskýra fyrir öðrum manni framkvæmdir sem hann væri að standa í. Hann hafði verið að gera upp orgel. „Ég sé það á honum að hann skilur mig ekki,“ segir Mugison sem bendir á að það sem hann hafi verið að segja um orgelið hafi líklega verið ansi flókið. Hann hafi þá ætlað að útskýra það betur fyrir honum með myndum sem hann átti í símanum. „Ég tek upp símann. Og þá var ég náttúrulega búinn að gleyma því hvað var síðast þarna á helvítis tækinu. Hann sér mig þarna, ég náttúrlega var ekki í neinum nærbuxum,“ segir Mugison. „Ég hleyp inn á klósett. Ég veit ekki afhverju, en það voru mín fyrstu viðbrögð. Og ég eyði myndinni,“ bætir hann við. „Ég skammaðast mín mjög mikið.“ Síðan segist Mugison hafa litið á þennan sama mann og hann hafi séð í augum hans að það hafi ekki farið fram hjá honum hvað hann hafi séð á myndinni.
Tónlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira