Ánægður með sigurkörfuna: „Hjalti má hafa sína skoðun“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 20. september 2023 22:46 Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. Vísir/Diego Haukar unnu Val í hörkuskemmtilegum leik þar sem titilinn meistari meistaranna var undir. Bikarmeistararnir í Haukum voru lengstum með yfirhöndina en voru einu stigi undir þegar tvær sekúndur voru eftir. Keira Robinson reyndist hetja gestanna í Origo höllinni með því að skora flautukörfu og tryggja Haukum sigurinn. „Það er gaman að vinna þennan leik, spennandi leikur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var til viðtals á undan Bjarna og var hann á því að sigurkarfan hefði ekki átt að standa, tíminn hefði átt að vera runninn út. Bjarni var spurður hvort hann hefði haldið að leikurinn hefði verið tapaður þegar Valur komst yfir og tvær sekúndur voru eftir. „Nei nei, það voru tvær sekúndur eftir. Við gerðum okkur dálítið erfitt fyrir á síðustu mínútunum. Mér fannst við vera komnar með leikinn, en svo komu lélegar villur og misskilningur hér og þar. Við áttum tvær sekúndur eftir og fyrsti kostur heppnaðist. Ánægjulegt að sjá boltann fara ofan í.“ Bjarni fékk að heyra álit Hjalta á körfunni. „Dómararnir skoðuðu þetta, ég ætla ekki að segja hvort þetta var ólöglegt eða ekki. Á tveimur sekúndum geturðu dripplað boltanum og sótt á körfuna. Hún greip og dripplaði. Þeir kíktu á þetta þannig þetta er pottþétt karfa. Hjalti má hafa sína skoðun, allt í góðu.“ Þessi titill var sá fyrsti sem er í boði í vetur. Er stefnan hjá Haukum að sækja hina þrjá? „Við ætlum að reyna sækja hinar dollurnar. En manstu hver var meistari meistaranna í fyrra?“ spurði Bjarni og vildi ekki gera of mikið úr því að hafa unnið þennan titil. „Það er ánægjulegt að vinna, þetta er hluti af undirbúningstímabilinu, við eigum langt í land á báðum endum en alltaf gott að fá sigur. Að klára svona augnablik hjálpar til og fer í reynslubankann. Nú er bara að hittast á föstudaginn og undirbúa fyrsta leik í deild á þriðjudaginn.“ Átti ekki að vera á skýrslu Helena Sverrisdóttir var á skýrslu en kom þó ekki við sögu. Hver er staðan á henni? „Hún átti ekki að vera á skýrslu, hún er ekki að fara spila strax. Hún er búin að spila aðeins fimm á fimm með okkur á hálfum velli. Hún má ekki hlaupa, þarf að ná ákveðnum styrk upp í fætinum áður. Við erum bjartsýn á að hún geti komið inn seinna á tímabilinu, en við þurfum að vera þolinmóðar. Það er vonandi að við sjáum hana á parketinu þegar líða tekur á tímabilið.“ Bjarni var ánægður með nýja finnska leikmanninn, Kaisu Kuisma. Hún er leikmaður sem er með reynslu úr finnsku deildinni og kæmi til með að styrkja liðið. Ánægjulegt að sjá gömlu vinina aftur Það hefur verið umræða um dómara í íslenska körfuboltaheiminum. Dómarar hafa verið í verkfalli en þrír slíkir voru mættir að dæma leikinn í kvöld. Var gott að sjá þá aftur? „Geggjað, ég sagði það einmitt við þá. Mér heyrðist að það ætti að skrifa undir á morgun. Það er frábært, búið að vera leiðindamál. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa gömlu vini okkar mæta á parketið og flauta þetta vel.“ Bjarni var hreinskilinn í viðtalinu fyrir leik þegar hann var spurður hvort það hefði alltaf staðið til að hann yrði áfram þjálfari Hauka eftir síðasta tímabil. Hann talaði um þreytu en svo hafi körfuboltafíknin kallað á hann og hann verið klár í að taka slaginn áfram. Hvað er það sem er svona skemmtilegt við körfuboltann að það náði að fá þig til að halda áfram? „Ég er búinn að vera í kringum körfubolta síðan ég var pjakkur. Ég hef tekið mér hvíld einhvern tímann áður. Félagsskapurinn, að leggja eitthvað upp, sjá eitthvað þróast, mikið af skemmtilegu fólki í kringum þetta... það er bara svo margt. Þetta er búið að vera líf mitt síðan ég var pjakkur, búinn að vera þjálfa meira og minna síðan 2008 og þetta er orðið hluti af heimilislífinu líka; fjölskyldan tekur þátt í þessu, annars væri þetta ekki hægt. Það er mjög gaman að vera kominn á parketið aftur og ég hlakka til að kljást við þetta verkefni í vetur,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
„Það er gaman að vinna þennan leik, spennandi leikur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var til viðtals á undan Bjarna og var hann á því að sigurkarfan hefði ekki átt að standa, tíminn hefði átt að vera runninn út. Bjarni var spurður hvort hann hefði haldið að leikurinn hefði verið tapaður þegar Valur komst yfir og tvær sekúndur voru eftir. „Nei nei, það voru tvær sekúndur eftir. Við gerðum okkur dálítið erfitt fyrir á síðustu mínútunum. Mér fannst við vera komnar með leikinn, en svo komu lélegar villur og misskilningur hér og þar. Við áttum tvær sekúndur eftir og fyrsti kostur heppnaðist. Ánægjulegt að sjá boltann fara ofan í.“ Bjarni fékk að heyra álit Hjalta á körfunni. „Dómararnir skoðuðu þetta, ég ætla ekki að segja hvort þetta var ólöglegt eða ekki. Á tveimur sekúndum geturðu dripplað boltanum og sótt á körfuna. Hún greip og dripplaði. Þeir kíktu á þetta þannig þetta er pottþétt karfa. Hjalti má hafa sína skoðun, allt í góðu.“ Þessi titill var sá fyrsti sem er í boði í vetur. Er stefnan hjá Haukum að sækja hina þrjá? „Við ætlum að reyna sækja hinar dollurnar. En manstu hver var meistari meistaranna í fyrra?“ spurði Bjarni og vildi ekki gera of mikið úr því að hafa unnið þennan titil. „Það er ánægjulegt að vinna, þetta er hluti af undirbúningstímabilinu, við eigum langt í land á báðum endum en alltaf gott að fá sigur. Að klára svona augnablik hjálpar til og fer í reynslubankann. Nú er bara að hittast á föstudaginn og undirbúa fyrsta leik í deild á þriðjudaginn.“ Átti ekki að vera á skýrslu Helena Sverrisdóttir var á skýrslu en kom þó ekki við sögu. Hver er staðan á henni? „Hún átti ekki að vera á skýrslu, hún er ekki að fara spila strax. Hún er búin að spila aðeins fimm á fimm með okkur á hálfum velli. Hún má ekki hlaupa, þarf að ná ákveðnum styrk upp í fætinum áður. Við erum bjartsýn á að hún geti komið inn seinna á tímabilinu, en við þurfum að vera þolinmóðar. Það er vonandi að við sjáum hana á parketinu þegar líða tekur á tímabilið.“ Bjarni var ánægður með nýja finnska leikmanninn, Kaisu Kuisma. Hún er leikmaður sem er með reynslu úr finnsku deildinni og kæmi til með að styrkja liðið. Ánægjulegt að sjá gömlu vinina aftur Það hefur verið umræða um dómara í íslenska körfuboltaheiminum. Dómarar hafa verið í verkfalli en þrír slíkir voru mættir að dæma leikinn í kvöld. Var gott að sjá þá aftur? „Geggjað, ég sagði það einmitt við þá. Mér heyrðist að það ætti að skrifa undir á morgun. Það er frábært, búið að vera leiðindamál. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa gömlu vini okkar mæta á parketið og flauta þetta vel.“ Bjarni var hreinskilinn í viðtalinu fyrir leik þegar hann var spurður hvort það hefði alltaf staðið til að hann yrði áfram þjálfari Hauka eftir síðasta tímabil. Hann talaði um þreytu en svo hafi körfuboltafíknin kallað á hann og hann verið klár í að taka slaginn áfram. Hvað er það sem er svona skemmtilegt við körfuboltann að það náði að fá þig til að halda áfram? „Ég er búinn að vera í kringum körfubolta síðan ég var pjakkur. Ég hef tekið mér hvíld einhvern tímann áður. Félagsskapurinn, að leggja eitthvað upp, sjá eitthvað þróast, mikið af skemmtilegu fólki í kringum þetta... það er bara svo margt. Þetta er búið að vera líf mitt síðan ég var pjakkur, búinn að vera þjálfa meira og minna síðan 2008 og þetta er orðið hluti af heimilislífinu líka; fjölskyldan tekur þátt í þessu, annars væri þetta ekki hægt. Það er mjög gaman að vera kominn á parketið aftur og ég hlakka til að kljást við þetta verkefni í vetur,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum