Umfangsmiklar árásir á báða bóga Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 12:16 Barist við eld eftir eldflaugaáras Rússa í bænum Cherkasy. AP/Almannavarnir Úkraínu Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45