„Veistu ekki hver ég er?“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2023 17:01 Rappdúettinn Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga. Aðsend Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag. Meðlimir sveitarinnar eru Óli Hrafn Jónasson, Holy Hrafn, og Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson, Thrilla GTHO. „Flest okkar hafa komist í kynni við einhvern Stefán Braga niðri í bæ þegar vel er farið að líða á kvöldið. Týpan sem hefur fengið sér aðeins of oft í nefið inni á klósetti og er farið að vera sama um allar siðareglur og samþykki samfélagsins. Týpan sem króar mann af í hrókasamræðum þegar maður vill bara fá að stökkva upp í næsta lausa leigubíl en ákaft augnaráðið heldur manni límdum á staðnum. Blaðrið er einungis pásað við og við til að sniffa harkalega og gleyma þræðinum, segja strákarnir.“ Lagið er að sögn Óla Hrafns og Þráins Gunnlaugs töluvert ólíkt fyrri útgáfu bandsins, plötunni Bálsýnir sem kom út fyrr í sumar. „Stefán Braga er meira í átt við það sem gæti hljómað á dansgólfinu á skemmtistað á hápunkti kvöldsins. Drífandi dansvæni takturinn undirstrikar lykilsetningu lagsins: „Veistu ekki hver ég er?“ Meðlimir sveitarinnar vilja að auki biðja alla Stefán Braga landsins innilega afsökunar á nafnavalinu.“ Hér má hlusta á lagið: Klippa: Eldmóðir - Stefán Braga Patrik Atlason trónir annars staðfastur á toppi Íslenska listans á FM fjórðu vikuna í röð með lagið Skína og Miley Cyrus stekkur upp í annað sæti með lagið Jaded. Þá falla strákarnir í Iceguys niður um eitt sæti á milli vikna og skipa þriðja sætið með lagið Rúlletta. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Meðlimir sveitarinnar eru Óli Hrafn Jónasson, Holy Hrafn, og Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson, Thrilla GTHO. „Flest okkar hafa komist í kynni við einhvern Stefán Braga niðri í bæ þegar vel er farið að líða á kvöldið. Týpan sem hefur fengið sér aðeins of oft í nefið inni á klósetti og er farið að vera sama um allar siðareglur og samþykki samfélagsins. Týpan sem króar mann af í hrókasamræðum þegar maður vill bara fá að stökkva upp í næsta lausa leigubíl en ákaft augnaráðið heldur manni límdum á staðnum. Blaðrið er einungis pásað við og við til að sniffa harkalega og gleyma þræðinum, segja strákarnir.“ Lagið er að sögn Óla Hrafns og Þráins Gunnlaugs töluvert ólíkt fyrri útgáfu bandsins, plötunni Bálsýnir sem kom út fyrr í sumar. „Stefán Braga er meira í átt við það sem gæti hljómað á dansgólfinu á skemmtistað á hápunkti kvöldsins. Drífandi dansvæni takturinn undirstrikar lykilsetningu lagsins: „Veistu ekki hver ég er?“ Meðlimir sveitarinnar vilja að auki biðja alla Stefán Braga landsins innilega afsökunar á nafnavalinu.“ Hér má hlusta á lagið: Klippa: Eldmóðir - Stefán Braga Patrik Atlason trónir annars staðfastur á toppi Íslenska listans á FM fjórðu vikuna í röð með lagið Skína og Miley Cyrus stekkur upp í annað sæti með lagið Jaded. Þá falla strákarnir í Iceguys niður um eitt sæti á milli vikna og skipa þriðja sætið með lagið Rúlletta. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira