Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. september 2023 15:14 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga, er til vinstri og Kjartan Ólafsson, einn stofnenda fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax, til hægri. Vísir/Bylgjan/Aðsend Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. „Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43. Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
„Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43.
Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21