„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 24. september 2023 19:31 Ingunn vonast til að árásarmaðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. steingrímur dúi Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47