Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:09 Lögregla virðist ósátt við að ákæra hafi verið gefin út eftir að óvopnaður borgari var skotinn til bana. epa/Andy Rain Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum. Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum.
Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira