Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2023 11:02 Hausthængur úr Eystri Rangá Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera ágæt í haust og það er eins með Eystri Rangá og Ytri Rangá að ennþá er lax að ganga í ánna. Laxinn er vel dreifður og sem dæmi um hvað hann er fljótur upp ánna þá veiddust átta bjartir bjartir laxar í gær á svæði 8. Þó nokkuð er af laxi á svæðum 4, 5, 6, 8 og 9. Einnig veiddust þrír laxar á svæði 1. Eystri Rangá stendur í 2.689 veiddum laxi og það er mjög líklegt að hún ná 3.000 löxum ef veiðin heldur áfram eins og hún hefur verið en algeng dagsveiði hefur verið um 20-30 laxar og stundum meira þegar vanir veiðimenn sem þekkja ánna vel eru við veiðar. Nú er veitt á flugu maðk og spún í Eystri og verður þannig út veiðitímann sem klárast í lok október. Töluvert hefur verið að sjást af vænum hausthængum í ánni og klárlega tækifæri til að reyna ná þeim en þetta er besti tíminn til þess. Stangveiði Mest lesið Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Lifnar aðeins yfir Blöndu Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði
Laxinn er vel dreifður og sem dæmi um hvað hann er fljótur upp ánna þá veiddust átta bjartir bjartir laxar í gær á svæði 8. Þó nokkuð er af laxi á svæðum 4, 5, 6, 8 og 9. Einnig veiddust þrír laxar á svæði 1. Eystri Rangá stendur í 2.689 veiddum laxi og það er mjög líklegt að hún ná 3.000 löxum ef veiðin heldur áfram eins og hún hefur verið en algeng dagsveiði hefur verið um 20-30 laxar og stundum meira þegar vanir veiðimenn sem þekkja ánna vel eru við veiðar. Nú er veitt á flugu maðk og spún í Eystri og verður þannig út veiðitímann sem klárast í lok október. Töluvert hefur verið að sjást af vænum hausthængum í ánni og klárlega tækifæri til að reyna ná þeim en þetta er besti tíminn til þess.
Stangveiði Mest lesið Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Lifnar aðeins yfir Blöndu Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði