Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 12:10 Að minnsta kosti tvær stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa á föstudaginn. AP/Planet Labs PBC Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst. Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Auk þess segja þeir að byggingin sé ónýt en myndefni sýnir að hún sé hrunin. Sjá einnig: Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum er því einnig haldið fram að þegar árás var gerð á slippinn í Sevastopol í síðustu vikur, þar sem rússnesku herskipi og kafbáti var grandað, hafi 62 úr áhöfn herskipsins fallið. Þeir hafi verið um borð þar sem setja átti skipið Minsk á flot morguninn eftir. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Non watermarked/clearer pic.twitter.com/vR2RbQLe1F— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 22, 2023 Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest þessar fregnir. Aðmírállinn sem leitt hefur Svartahafsflota Rússa heitir eða hét Viktor Sokolov. Frá því árásin var gerð á föstudaginn hefur hann ekki sést opinberlega. Það eina sem yfirvöld í Rússlandi hafa sagt er að einn hermaður hafi fallið í árásinni, en því var svo breytt í að hann væri týndur. Commander of the Russian Black Sea Fleet admiral Viktor Sokolov died in the missile strike on the Fleet's headquarters, along with 34 more officers. 105 more were wounded. The building is not suitable for restoration - Special Operations Forces of Ukraine. pic.twitter.com/2EQHl7WxJy— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 25, 2023 Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum í morgun sýna stóra sprengingu og mikinn eld í Sorokyne í Lúhanskhéraði, sem stjórnað er af Rússum. Myndefninu fylgdu fregnir um að þar hefðu Úkraínumenn hæft vopnageymslu Rússa en bærinn er um 135 kílómetra frá víglínunni í Úkraínu. Rússneskir herbloggarar segja að minnst þrjár Storm Shadow stýriflaugar hafi hæft vopnageymsluna. Þeir segja enga rússneska hermenn hafa verið á svæðinu. /1. Explosions/ammunition detonation is reported in Russian controlled Sorokyne (Krasnodon), Luhansk region. pic.twitter.com/rOsfUgJ0d1— Special Kherson Cat (@bayraktar_1love) September 25, 2023
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28 Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51 Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. 24. september 2023 16:28
Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. 23. september 2023 16:51
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01