Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er gestur í næsta þætti af Einkalífinu. Þátturinn birtist í fyrramálið. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis. Einkalífið Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Sjá meira
Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis.
Einkalífið Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Sjá meira