Útilokar ekki að byrja aftur á OnlyFans: „Ég myndi aldrei taka þetta til baka“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 20:01 Edda Lovísa Björgvinsdóttir er fyrsti gestur Einkalífsins í haust. Vísir/Vilhelm Edda Lovísa Björgvinsdóttir segist ekki útiloka að hún muni byrja aftur að selja klám á OnlyFans á einhverjum tímapunkti. Hún segir þó að það þyrfti að vera á allt öðrum forsendum. Henni finnst markaleysi ekki innbyggt í vefsíðuna og segist ekki myndu gera neitt öðruvísi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa er gestur. Edda ræðir þar æskuna, hvernig það var að alast upp í einni þekktustu leiklistarfjölskyldu Íslands, árin á OnlyFans og reynsluna af miðlinum sem varð til þess að hún hætti. Eins og fram hefur komið sagði Edda skilið við miðilinn eftir að hún var farin að hætta að virða eigin mörk auk þess sem henni voru farnar að berast hótanir, meðal annars frá áskrifanda sem vissi hvar hún átti heima. Myndirðu íhuga að byrja aftur á OnlyFans? „Ef ég myndi byrja aftur, þá myndi það þurfa að vera á allt öðrum forsendum. Ég ætla aldrei að loka á það. Ég elskaði OnlyFans, ég dýrkaði það, mér fannst það ógeðslega skemmtilegt á tímapunkti. Og þetta gaf mér alls konar tækifæri, eins og til dæmis að leika í bíómynd, sem ég hefði ekki fengið ef ég hefði ekki gert þetta.“ Edda segist vera reynslunni ríkari. Nú viti hún fullt sem hún hafi ekki vitað þegar hún var nýbyrjuð. „Ef ég myndi byrja aftur þá yrðu það skýrari mörk, það væri ef mig myndi virkilega langa það aftur, það er ekki eitthvað sem ég myndi hoppa í út af því bara.“ Síða hvers og eins Edda segist ekki telja að það sé innbyggður hvati í OnlyFans sem geri það að verkum að þeir sem framleiði klám þar inni þurfi stöðugt að gera meira til þess að halda uppi aðsókn inn á sína síðu. Þú gætir byrjað aftur og virt þín mörk? „Já. Ég gæti það. Af því að það sem ég var búin að byggja, fólkið sem voru mínir áskrifendur, þau dýrka mig. Það er til fullt af fríu klámi, fullt af gellum á OnlyFans, en þau eru mínir áskrifendur af því að þau vilja sjá mig. Þau geta ekki breytt því hvað ég geri, eða sagt mér til. Ef einhver spurði: „Gerirðu svona?“ þá sagði ég bara nei, ef það var eitthvað sem ég var alls ekki til í.“ Þannig segist Edda geta birt myndir á OnlyFans, ef það væri eitthvað sem myndi henta henni að gera eingöngu, án myndbanda. „Þeir sem vilja sjá það geta borgað mér fyrir það. Þetta er síða þar sem þú getur þannig séð birt það sem þú vilt. Þú þarft ekkert að fara „svona langt“ eða „svona langt.“ Þetta er þín síða og þú ræður því alveg. Það sem er hættulegt er að maður byrjar að fara lengra og lengra af því að maður byrjar að sjá peninginn og það er það sem er hættulegt, maður þarf að passa sig á manns eigin mörkum.“ Viðtalið við Eddu Lovísu í Einkalífinu má einnig hlusta á á hlaðvarpsformi á öllum helstu streymisveitum. Síðan ennþá opin Finnst þér þú hafa gert mistök? „Ég myndi ekki segja mistök. Kannski í endann. Ég gerði mistök með því að stíga yfir mörkin mín. En ef ég myndi geta farið til baka þá myndi ég gera það sama og ég gerði. Ég myndi byrja á OnlyFans. Ég myndi gera það sem ég gerði. Ég myndi aldrei taka þetta til baka.“ Edda segist þekkja þó nokkrar stelpur sem selji klám á síðunni. Hún segist stundum verða svekkt út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki getað haldið áfram. „Stundum hugsa ég: „Oh ég vildi að ég gæti haldið áfram.“ Ég vildi að ég hefði það í mér að halda þessu áfram, því ég man hvað mér fannst þetta skemmtilegt á þessum tíma og ég man hvað mér gekk vel þegar mér fannst þetta skemmtilegt. En nú fæ ég að fylgjast með þeim ganga vel, ég er búin með þetta og nú er komið að þeim.“ Þér líður miklu betur? „Já. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók fyrir mig. Ég er sátt við hana. Allir sem íhuga þetta eða eru á þessu, þau þurfa bara að taka ákvörðun fyrir sig.“ Þrír eða fjórir mánuðir eru síðan Edda hætti á OnlyFans. Hún segir að síðan sín á miðlinum sé enn opin. „Ég kíki ennþá inn á þetta. Ég er ekkert búin að loka síðunni minni. Hún er ennþá opin. En ég er ekki að gera það sem mig langar ekki að gera lengur. Ef mig langar að pósta einhverri mynd þá pósta ég einhverri mynd.“ Einkalífið OnlyFans Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa er gestur. Edda ræðir þar æskuna, hvernig það var að alast upp í einni þekktustu leiklistarfjölskyldu Íslands, árin á OnlyFans og reynsluna af miðlinum sem varð til þess að hún hætti. Eins og fram hefur komið sagði Edda skilið við miðilinn eftir að hún var farin að hætta að virða eigin mörk auk þess sem henni voru farnar að berast hótanir, meðal annars frá áskrifanda sem vissi hvar hún átti heima. Myndirðu íhuga að byrja aftur á OnlyFans? „Ef ég myndi byrja aftur, þá myndi það þurfa að vera á allt öðrum forsendum. Ég ætla aldrei að loka á það. Ég elskaði OnlyFans, ég dýrkaði það, mér fannst það ógeðslega skemmtilegt á tímapunkti. Og þetta gaf mér alls konar tækifæri, eins og til dæmis að leika í bíómynd, sem ég hefði ekki fengið ef ég hefði ekki gert þetta.“ Edda segist vera reynslunni ríkari. Nú viti hún fullt sem hún hafi ekki vitað þegar hún var nýbyrjuð. „Ef ég myndi byrja aftur þá yrðu það skýrari mörk, það væri ef mig myndi virkilega langa það aftur, það er ekki eitthvað sem ég myndi hoppa í út af því bara.“ Síða hvers og eins Edda segist ekki telja að það sé innbyggður hvati í OnlyFans sem geri það að verkum að þeir sem framleiði klám þar inni þurfi stöðugt að gera meira til þess að halda uppi aðsókn inn á sína síðu. Þú gætir byrjað aftur og virt þín mörk? „Já. Ég gæti það. Af því að það sem ég var búin að byggja, fólkið sem voru mínir áskrifendur, þau dýrka mig. Það er til fullt af fríu klámi, fullt af gellum á OnlyFans, en þau eru mínir áskrifendur af því að þau vilja sjá mig. Þau geta ekki breytt því hvað ég geri, eða sagt mér til. Ef einhver spurði: „Gerirðu svona?“ þá sagði ég bara nei, ef það var eitthvað sem ég var alls ekki til í.“ Þannig segist Edda geta birt myndir á OnlyFans, ef það væri eitthvað sem myndi henta henni að gera eingöngu, án myndbanda. „Þeir sem vilja sjá það geta borgað mér fyrir það. Þetta er síða þar sem þú getur þannig séð birt það sem þú vilt. Þú þarft ekkert að fara „svona langt“ eða „svona langt.“ Þetta er þín síða og þú ræður því alveg. Það sem er hættulegt er að maður byrjar að fara lengra og lengra af því að maður byrjar að sjá peninginn og það er það sem er hættulegt, maður þarf að passa sig á manns eigin mörkum.“ Viðtalið við Eddu Lovísu í Einkalífinu má einnig hlusta á á hlaðvarpsformi á öllum helstu streymisveitum. Síðan ennþá opin Finnst þér þú hafa gert mistök? „Ég myndi ekki segja mistök. Kannski í endann. Ég gerði mistök með því að stíga yfir mörkin mín. En ef ég myndi geta farið til baka þá myndi ég gera það sama og ég gerði. Ég myndi byrja á OnlyFans. Ég myndi gera það sem ég gerði. Ég myndi aldrei taka þetta til baka.“ Edda segist þekkja þó nokkrar stelpur sem selji klám á síðunni. Hún segist stundum verða svekkt út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki getað haldið áfram. „Stundum hugsa ég: „Oh ég vildi að ég gæti haldið áfram.“ Ég vildi að ég hefði það í mér að halda þessu áfram, því ég man hvað mér fannst þetta skemmtilegt á þessum tíma og ég man hvað mér gekk vel þegar mér fannst þetta skemmtilegt. En nú fæ ég að fylgjast með þeim ganga vel, ég er búin með þetta og nú er komið að þeim.“ Þér líður miklu betur? „Já. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók fyrir mig. Ég er sátt við hana. Allir sem íhuga þetta eða eru á þessu, þau þurfa bara að taka ákvörðun fyrir sig.“ Þrír eða fjórir mánuðir eru síðan Edda hætti á OnlyFans. Hún segir að síðan sín á miðlinum sé enn opin. „Ég kíki ennþá inn á þetta. Ég er ekkert búin að loka síðunni minni. Hún er ennþá opin. En ég er ekki að gera það sem mig langar ekki að gera lengur. Ef mig langar að pósta einhverri mynd þá pósta ég einhverri mynd.“
Einkalífið OnlyFans Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira