Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Guðmundur Ingi fagnar því að þjónustulausir flóttamenn sem synjað hefur verið um vernd fái nú húsaskjól. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. Greint var frá því á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í morgun að ráðuneytið hafi gert samkomulag við Rauða krossinn um tímabundið verkefni sem feli í sér neyðaraðstoð við útlendinga, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á aðstoð. Verkefnið gildir út maí næstkomandi. „Ég er mjög ánægður með að við höfum tryggt núna að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti. Enda er það eitthvað sem við viljum ekki í okkar samfélagi. Þetta tryggjum við með samningi við Rauða krossinn sem snýst um að þau veita ákveðna þjónustu sem felst í að fólk fær húsaskjól og mat í samræmi við hvernig þetta er gert í gistiskýlum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Er pláss fyrir þetta fólk í gistiskýlunum? „Við vitum ekki hversu mörg munu óska eftir að nota þetta. Það þarf að þróast eftir því sem tíminn líður. Það er ekki meiningin að það verði lokað á neinn úr þessum hópi. Okkur stjórnvöldum ber - sveitarfélögum og eftir atvikum ríki - að tryggja það að hér sé enginn á götunni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdin ekki nógu vel hugsuð Hann segir útfærsluna í höndum Rauða krossins og geti því ekki svarað hvort rúmum verði fjölgað í gistiskýlum. Þessi hópur hefur ekki rétt á þjónustu vegna breytinga sem til komu með nýjum útlendingalögum síðasta vetur. Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd að undanförnu. Voru þessi útlendingalög nógu vel úthugsuð ef þetta er niðurstaðan? „Ég held að eins og gengið var frá lögunum var það alveg skýrt. En ég hef gagnrýnt að framkvæmdin á því hvað tekur við þegar fólk nýtur ekki lengur þjónustu Ríkislögreglustjóra að það hafi Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneytið ekki hugsað alveg nógu langt,“ segir Guðmundur. „Auðvitað er hlutverk sveitarfélaganna augljóst í þessu því að þeim ber að skoða þessi mál einstaklinganna og við höfum núna búið til úrræði sem þau geta vísað beint í. Af því að það eru ekki til nein svona úrræði í sveitarfélögunum eins og staðan er núna. Við erum að óska eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin núna.“ Segir þjónustuna nú í höndum sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við fréttastofu að sambandið hafi málið og samkomulagið nú til skoðunar. Afstaða sveitarfélaganna hafi verið skýr og hún sé óbreytt. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að það hafi gert breytingar á reglum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna áðurnefndra einstaklinga. Með breytingunum sé skýrt hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólkið. „Sveitarfélögin taka auðvitað alltaf ákvörðun um hversu mikla þjónustu þau veita. Við erum að segja að við endurgreiðum fyrir þjónustu sem er í samræmi við það sem gengur og gerist í gistiskýlum.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni heimilislausra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37 Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Greint var frá því á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í morgun að ráðuneytið hafi gert samkomulag við Rauða krossinn um tímabundið verkefni sem feli í sér neyðaraðstoð við útlendinga, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á aðstoð. Verkefnið gildir út maí næstkomandi. „Ég er mjög ánægður með að við höfum tryggt núna að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti. Enda er það eitthvað sem við viljum ekki í okkar samfélagi. Þetta tryggjum við með samningi við Rauða krossinn sem snýst um að þau veita ákveðna þjónustu sem felst í að fólk fær húsaskjól og mat í samræmi við hvernig þetta er gert í gistiskýlum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Er pláss fyrir þetta fólk í gistiskýlunum? „Við vitum ekki hversu mörg munu óska eftir að nota þetta. Það þarf að þróast eftir því sem tíminn líður. Það er ekki meiningin að það verði lokað á neinn úr þessum hópi. Okkur stjórnvöldum ber - sveitarfélögum og eftir atvikum ríki - að tryggja það að hér sé enginn á götunni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdin ekki nógu vel hugsuð Hann segir útfærsluna í höndum Rauða krossins og geti því ekki svarað hvort rúmum verði fjölgað í gistiskýlum. Þessi hópur hefur ekki rétt á þjónustu vegna breytinga sem til komu með nýjum útlendingalögum síðasta vetur. Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd að undanförnu. Voru þessi útlendingalög nógu vel úthugsuð ef þetta er niðurstaðan? „Ég held að eins og gengið var frá lögunum var það alveg skýrt. En ég hef gagnrýnt að framkvæmdin á því hvað tekur við þegar fólk nýtur ekki lengur þjónustu Ríkislögreglustjóra að það hafi Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneytið ekki hugsað alveg nógu langt,“ segir Guðmundur. „Auðvitað er hlutverk sveitarfélaganna augljóst í þessu því að þeim ber að skoða þessi mál einstaklinganna og við höfum núna búið til úrræði sem þau geta vísað beint í. Af því að það eru ekki til nein svona úrræði í sveitarfélögunum eins og staðan er núna. Við erum að óska eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin núna.“ Segir þjónustuna nú í höndum sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við fréttastofu að sambandið hafi málið og samkomulagið nú til skoðunar. Afstaða sveitarfélaganna hafi verið skýr og hún sé óbreytt. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að það hafi gert breytingar á reglum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna áðurnefndra einstaklinga. Með breytingunum sé skýrt hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólkið. „Sveitarfélögin taka auðvitað alltaf ákvörðun um hversu mikla þjónustu þau veita. Við erum að segja að við endurgreiðum fyrir þjónustu sem er í samræmi við það sem gengur og gerist í gistiskýlum.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni heimilislausra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37 Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48
Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37
Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent