Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2023 20:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að umræða um Borgarlínu muni þróast á sama hátt og umræða um Hvalfjarðargöngin. Það er að segja, efasemdarmenn muni með tíð og tíma sjá ljósið og átta sig á gagnsemi framkvæmdarinnar. Vísir/Vilhelm Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira