Mun hata vin sinn meðan Ryder-bikarinn er í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 08:00 Justin Thomas og Rory McIlroy eru miklir vinir en vináttan víkur þegar þeir mætast í Ryder-bikarnum. getty/Jared C. Tilton Justin Thomas segir að hann muni hata góðvin sinn, Rory McIlroy, á meðan Ryder-bikarinn er í gangi. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í ár var Thomas valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna. Hann komst til að mynda ekki í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum risamótum ársins. Fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, Zach Johnson, leit framhjá því og valdi Thomas, meðal annars vegna góðrar frammistöðu hans í Ryder-keppnum fyrri ára. Thomas er góður vinur McIlroys sem er í evrópska Ryder-liðinu. Vináttan víkur þó meðan Ryder-bikarinn er í gangi. „Ég elska Rory og okkur kemur mjög vel saman. En við höfum mæst í Ryder-bikarnum og hötuðum hvorn annan í átján holur. Þetta er ekkert persónulegt. Ef konan mín myndi spila fyrir hitt liðið í Ryder-bikarnum myndi ég líka þrá að vinna hana,“ sagði Thomas. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Bein útsending verður frá mótinu á Vodafone Sport alla keppnisdagana. Ryder-bikarinn Golf Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í ár var Thomas valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna. Hann komst til að mynda ekki í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum risamótum ársins. Fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, Zach Johnson, leit framhjá því og valdi Thomas, meðal annars vegna góðrar frammistöðu hans í Ryder-keppnum fyrri ára. Thomas er góður vinur McIlroys sem er í evrópska Ryder-liðinu. Vináttan víkur þó meðan Ryder-bikarinn er í gangi. „Ég elska Rory og okkur kemur mjög vel saman. En við höfum mæst í Ryder-bikarnum og hötuðum hvorn annan í átján holur. Þetta er ekkert persónulegt. Ef konan mín myndi spila fyrir hitt liðið í Ryder-bikarnum myndi ég líka þrá að vinna hana,“ sagði Thomas. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Bein útsending verður frá mótinu á Vodafone Sport alla keppnisdagana.
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira