Goðsagnirnar mætast í fyrsta sinn sem mömmur í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 08:41 Það verðu gaman að sjá mömmurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey-Orr eigast við aftur á keppnisgólfinu. @anniethorisdottir og @tiaclair1 Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er búin að skipta aftur í keppnisgírinn í CrossFit og hefur boðað endurkomu sína í næsta mánuði. Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira