Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Boði Logason skrifar 28. september 2023 09:09 Aníta Briem fer með aðalhlutverkið í þáttunum og skrifar einnig handritið að þeim. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur. Stöð 2 Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira