Björk með kökkinn í hálsinum þegar hún tók loks við verðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2023 11:31 Björk þakkar fyrir sig í ræðu á verðlaunahátíðinni á þriðjudagskvöldið. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem hlutu verðlaun á AIM hátíðinni í London á þriðjudaginn. Björk var valin hlustendaverðalaunum sem besti flytjandinn. Fram kemur í umfjöllun The Independent að Björk hafi ekki veitt verðlaunum viðtöku síðan árið 2012. Kvöldið hafi verið magnað og athöfnin hátíðleg. Björk, Wet Leg og RAYE voru á meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Áheyrendur fengu að hlýða á tónlistaratriði frá P Money & Whiney, Laughta og Cassia. Breski rapparinn Avelino kom líka fram þar sem fimmtíu árum af hip hoppi var fagnað. Avelino vann verðlaun fyrir bestu sjálfstæðu plötuna í samstarfi við Spotify. Soulwax 2ManyDJsvann verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Bjark þakkaði fyrir sig í ræðu á hátíðinni. „Það er mikill heiður að vera valin af aðdáendum sem besti flytjandinn. Ég er rosalega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn. Einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í samverustundum með áhorfendum þegar nærvera mín og þeirra rennur saman,“ sagði Björk og átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá þakkaði hún teyminu sínu á Cornucopia tónleikaferðalaginu en flest þeirra voru með Björk í salnum í London. „Sjálfstæðir útgefendur, við getum þetta!“ sagði Björk. Ræðuna á ensku má heyra að neðan. RAYE og 070 Shake unnu einnig verðlaun í flokknum „Besta sjálfstæða lagið“ fyrir smellinn „Escapism“. Evening Standard fjallaði um hátíðina og snerti á því að hundruðir dróna hefðu verið hluti af sviðsmynd tónleika hennar á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.“ . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 AIM(Association of Independent Music) verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, og marga fleiri. MarkmiðAIMsamtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Björk gefur út hjá One little Indian. Björk Bretland Tónlist Tengdar fréttir Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57 Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun The Independent að Björk hafi ekki veitt verðlaunum viðtöku síðan árið 2012. Kvöldið hafi verið magnað og athöfnin hátíðleg. Björk, Wet Leg og RAYE voru á meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Áheyrendur fengu að hlýða á tónlistaratriði frá P Money & Whiney, Laughta og Cassia. Breski rapparinn Avelino kom líka fram þar sem fimmtíu árum af hip hoppi var fagnað. Avelino vann verðlaun fyrir bestu sjálfstæðu plötuna í samstarfi við Spotify. Soulwax 2ManyDJsvann verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Bjark þakkaði fyrir sig í ræðu á hátíðinni. „Það er mikill heiður að vera valin af aðdáendum sem besti flytjandinn. Ég er rosalega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn. Einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í samverustundum með áhorfendum þegar nærvera mín og þeirra rennur saman,“ sagði Björk og átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá þakkaði hún teyminu sínu á Cornucopia tónleikaferðalaginu en flest þeirra voru með Björk í salnum í London. „Sjálfstæðir útgefendur, við getum þetta!“ sagði Björk. Ræðuna á ensku má heyra að neðan. RAYE og 070 Shake unnu einnig verðlaun í flokknum „Besta sjálfstæða lagið“ fyrir smellinn „Escapism“. Evening Standard fjallaði um hátíðina og snerti á því að hundruðir dróna hefðu verið hluti af sviðsmynd tónleika hennar á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.“ . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 AIM(Association of Independent Music) verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, og marga fleiri. MarkmiðAIMsamtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Björk gefur út hjá One little Indian.
Björk Bretland Tónlist Tengdar fréttir Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57 Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37
Fýluferð til Íslands endaði með einkatónleikum Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst. 19. júní 2023 14:57
Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. 5. maí 2023 23:50
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27