Þáttastjórnendur mega tjá sig um mál en ekki taka pólitíska afstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 11:17 Lineker var gagnrýndur af stjórnvöldum en naut mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. epa/Neil Hall Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC. Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira