Þáttastjórnendur mega tjá sig um mál en ekki taka pólitíska afstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 11:17 Lineker var gagnrýndur af stjórnvöldum en naut mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. epa/Neil Hall Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC. Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira