„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Þorvaldur Þórðarson er einn helsti eldfjallafræðingur landsins. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“