Ho(v)la(nd) í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 16:01 Viktor Hovland og félagar hans í Ryder-liði Evrópu eiga harma að hefna gegn Bandaríkjunum eftir tapið fyrir tveimur árum. getty/Richard Heathcote Lið Evrópu á von á góðu í Ryder-bikarnum ef marka má spilamennsku Viktors Hovland á æfingahring í dag. Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan. VIKTOR HOVLAND MAKES A HOLE-IN-ONE ON A PAR 4! #TeamEurope pic.twitter.com/OnsEG19UC6— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2023 Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina. Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan. VIKTOR HOVLAND MAKES A HOLE-IN-ONE ON A PAR 4! #TeamEurope pic.twitter.com/OnsEG19UC6— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2023 Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina. Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira