Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík Hjörvar Ólafsson skrifar 28. september 2023 21:06 Fram berst fyrir lífi sínu í Bestu deildinni Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar. Það var Guðmundur Magnússon sem kom Framliðinu á bragðið strax á fimmtu mínútu leiksins en hann stangaði þá fyrirgjöf Fred í netið. Þetta var langþráð mark hjá Guðmundi en hann skoraði sjötta deildarmark sitt í lok júní og síðan þá hefur verið markaþurrð frá framherjanum. Edon Osmani jafnaði metin fyrir gestina frá Keflavík en Osmani sem hafði nýverið komið inná sem varamaður skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Muhamed Alghoul. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Keflavík þar sem Jannik Pohl Holmsgaard kom Frömmurum yfir á nýjan leik með marki sínu þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Fred tók þá hornspyrnu og Delphin Tshiembe skallaði boltann fyrir fætur Jannik sem skilaði boltanum í netið. Aron Jóhannsson innsiglaði svo sigur Fram með marki sínu fyrir skömmu fyrir leikslok. Aron batt þá endahnútinn á laglega skyndisókn sem Jannik var arkitektinn að og lagði boltann smekklega í fjærhornið. Keflavík er þar af leiðandi fallin úr efstu deild en liðið hefur 15 stig á botni deildarinnar. ÍBV er þar fyrir ofan með 21 stig. Fylkir og Fram eru svo í sætunum fyrir ofan fallsvæðið en Fylkir hefur 23 stig og Fram 24 stig. Ragnar Sigurðsson stýrði Fram til sigurs í kvöld.Vísir/Anton Brink Ragnar: Gríðarlegur léttir að landa þessum sigri „Það er gríðarlega mikill léttir að ná að landa þessum sigri og ná í þessi mikilvægu stig ég neita því ekkert. Mér fannst frammistaðan kaflaskipt og við vorum jafnvel búnir að vera veikari aðilinn þegar við komumst yfir. Á þessum tímapunkti er ég bara að horfa í það jákvæða, að hafa nælt í þrjú stig,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Við söknuðum Jannik fyrri hluta sumarsins og hann sýnir það í kvöld hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann ógnaði sífellt með hraða sínum, skoraði gott mark og lagði upp annað. Nú getum við vonandi byggt ofan á þennan sigur og það er gott að fá heimaleik aftur í næstu umferð,“ sagði Ragnar um lærisvein sinn og framhaldið. Haraldur: Vonbrigði að ná ekki að halda lífróðrinum áfram „Fyrst og fremst er það svekkjandi að spilamennskan hafi ekki verið betri og baráttan meiri í leik þar sem allt er undir. Mér fannst við vera heppnir að vera bara 1-0 undir í hálfleik og við fórum vel yfir málin eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur súr. „Við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn og náum að jafna. Í kjölfarið fannst mér mómentið vera með okkur en þá sofnum við á verðinum og dekkum ekki í föstu leikatriði. Þá gengu Frammarar á lagið og því fór sem fór,“ sagði Keflvíkingurinn. „Það er sárt að Keflavík verði ekki áfram í efstu deild þar sem við teljum liðið eiga heima. Taflan lýgur hins vegar ekki og við eigum bara ekkert meira skilið. Við verðum að klára mótið með sæmd og sýna þeim liðum sem eru enn í fallbaráttu þá virðingu að gefa allt í leikina sem eftir eru. Það verða ákveðnar skipulagsbreytingar hjá okkur eftir tímabilið og nú förum við að sníða okkur að breyttri stöðu,“ sagði hann um komandi tíma suður með sjó. Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Frammarar náðu að nýta sínar stöðu og færi betur en Keflvíkingar en jafnræði var með liðunum úti á vellinum og liðin fengu ámóta mörg marktækifæri í þessum leik. Bæði lið áttu sláar- og stangarskot í leiknum en markaskórnir voru betur reimaðir á leikmenn Fram. Hverjir voru bestir á vellinum? Jannik Pohl skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik en þess fyrir utan var hann trekk í trekk að gera varnarmönnum Keflavíkur lífið leitt með hraða sínum og krafmiklum hlaupum. Fred var svo öflugur í föstum leikatriðum. Þá var Delphin Tshiembe oft réttur maður á réttum stað í vörn Fram og átti skallann sem bjó til markið sem Jannik skoraði. Axel Ingi Jóhannesson var góður í hægri bakverðinum hjá Keflavík og samvinna hans og Sindra Þórs Guðmundsson skapaði nokkrum sinnum usla. Mathias Rosenorn kom svo í veg fyrir að tapið yrði stærra hjá gestunum með vörslum sínum undir lok leiksins. Hvað gekk illa? Sofandaháttur í dekkningu og slæm færanýting Keflavíkur varð til þess að liðið næði ekki að strengja lengri líflínu í fallbaráttunni. Keflavík skapaði alveg nógu mörg færi til þess að ná í stig í þessum leik en nýtti þau ekki nógu vel. Hvað gerist næst? Fram fær KA í heimsókn í næstu umferð deildarinnar, sem er sú næstsíðasta, á sunnudaginn kemur. Sama dag etur Keflavík kappi við Fylki á heimavelli sínum. Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Keflavík ÍF
Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar. Það var Guðmundur Magnússon sem kom Framliðinu á bragðið strax á fimmtu mínútu leiksins en hann stangaði þá fyrirgjöf Fred í netið. Þetta var langþráð mark hjá Guðmundi en hann skoraði sjötta deildarmark sitt í lok júní og síðan þá hefur verið markaþurrð frá framherjanum. Edon Osmani jafnaði metin fyrir gestina frá Keflavík en Osmani sem hafði nýverið komið inná sem varamaður skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Muhamed Alghoul. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Keflavík þar sem Jannik Pohl Holmsgaard kom Frömmurum yfir á nýjan leik með marki sínu þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Fred tók þá hornspyrnu og Delphin Tshiembe skallaði boltann fyrir fætur Jannik sem skilaði boltanum í netið. Aron Jóhannsson innsiglaði svo sigur Fram með marki sínu fyrir skömmu fyrir leikslok. Aron batt þá endahnútinn á laglega skyndisókn sem Jannik var arkitektinn að og lagði boltann smekklega í fjærhornið. Keflavík er þar af leiðandi fallin úr efstu deild en liðið hefur 15 stig á botni deildarinnar. ÍBV er þar fyrir ofan með 21 stig. Fylkir og Fram eru svo í sætunum fyrir ofan fallsvæðið en Fylkir hefur 23 stig og Fram 24 stig. Ragnar Sigurðsson stýrði Fram til sigurs í kvöld.Vísir/Anton Brink Ragnar: Gríðarlegur léttir að landa þessum sigri „Það er gríðarlega mikill léttir að ná að landa þessum sigri og ná í þessi mikilvægu stig ég neita því ekkert. Mér fannst frammistaðan kaflaskipt og við vorum jafnvel búnir að vera veikari aðilinn þegar við komumst yfir. Á þessum tímapunkti er ég bara að horfa í það jákvæða, að hafa nælt í þrjú stig,“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram. „Við söknuðum Jannik fyrri hluta sumarsins og hann sýnir það í kvöld hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann ógnaði sífellt með hraða sínum, skoraði gott mark og lagði upp annað. Nú getum við vonandi byggt ofan á þennan sigur og það er gott að fá heimaleik aftur í næstu umferð,“ sagði Ragnar um lærisvein sinn og framhaldið. Haraldur: Vonbrigði að ná ekki að halda lífróðrinum áfram „Fyrst og fremst er það svekkjandi að spilamennskan hafi ekki verið betri og baráttan meiri í leik þar sem allt er undir. Mér fannst við vera heppnir að vera bara 1-0 undir í hálfleik og við fórum vel yfir málin eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur súr. „Við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn og náum að jafna. Í kjölfarið fannst mér mómentið vera með okkur en þá sofnum við á verðinum og dekkum ekki í föstu leikatriði. Þá gengu Frammarar á lagið og því fór sem fór,“ sagði Keflvíkingurinn. „Það er sárt að Keflavík verði ekki áfram í efstu deild þar sem við teljum liðið eiga heima. Taflan lýgur hins vegar ekki og við eigum bara ekkert meira skilið. Við verðum að klára mótið með sæmd og sýna þeim liðum sem eru enn í fallbaráttu þá virðingu að gefa allt í leikina sem eftir eru. Það verða ákveðnar skipulagsbreytingar hjá okkur eftir tímabilið og nú förum við að sníða okkur að breyttri stöðu,“ sagði hann um komandi tíma suður með sjó. Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Frammarar náðu að nýta sínar stöðu og færi betur en Keflvíkingar en jafnræði var með liðunum úti á vellinum og liðin fengu ámóta mörg marktækifæri í þessum leik. Bæði lið áttu sláar- og stangarskot í leiknum en markaskórnir voru betur reimaðir á leikmenn Fram. Hverjir voru bestir á vellinum? Jannik Pohl skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik en þess fyrir utan var hann trekk í trekk að gera varnarmönnum Keflavíkur lífið leitt með hraða sínum og krafmiklum hlaupum. Fred var svo öflugur í föstum leikatriðum. Þá var Delphin Tshiembe oft réttur maður á réttum stað í vörn Fram og átti skallann sem bjó til markið sem Jannik skoraði. Axel Ingi Jóhannesson var góður í hægri bakverðinum hjá Keflavík og samvinna hans og Sindra Þórs Guðmundsson skapaði nokkrum sinnum usla. Mathias Rosenorn kom svo í veg fyrir að tapið yrði stærra hjá gestunum með vörslum sínum undir lok leiksins. Hvað gekk illa? Sofandaháttur í dekkningu og slæm færanýting Keflavíkur varð til þess að liðið næði ekki að strengja lengri líflínu í fallbaráttunni. Keflavík skapaði alveg nógu mörg færi til þess að ná í stig í þessum leik en nýtti þau ekki nógu vel. Hvað gerist næst? Fram fær KA í heimsókn í næstu umferð deildarinnar, sem er sú næstsíðasta, á sunnudaginn kemur. Sama dag etur Keflavík kappi við Fylki á heimavelli sínum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti