Laugin tóm í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. september 2023 20:26 Árni Jónsson er framkvæmdastjóri Laugardalslaugar. Vísir/Elísabet Inga Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. „Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt. Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt.
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira