Mátti ekki fletta sjúkraskrá kollega síns eftir vinnuslys Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 20:48 Læknirinn bar fyrir sig að vinnustaður sinn hefði farið fram á að hann gæfi sitt mat á samstarfsmanni sínum. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur úrskurðað lækni sem fletti fjórum sinnum upp í sjúkraskrá samstarfsmanns síns eftir að hann lenti í vinnuslysi brotlegan við persónuverndarlög. Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins. Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins.
Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira