Meistararnir sáu aldrei til sólar og eru enn án stiga Snorri Már Vagnsson skrifar 28. september 2023 22:01 Ríkjandi meistarar Atlantic máttu þola stórt tap er liðið mætti Þór í þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Leikurinn fór fram á Overpass og var þar með fyrsti leikurinn þar á tímabilinu. Þórsarar tóku hnífalotu leiksins og völdu að byrja í vörn. Í skammbyssulotu fyrri hálfleiks áttu Þórsarar fína endurtöku á A-svæði Overpass og tóku fyrstu lotuna. Þórsarar voru heldur betur í gír í byrjun leiks og tóku fyrstu fjórar lotur leiksins. Eftir mistök hjá Allee, leikmanni Þórsara, náði Atlantic að vinna sína fyrstu lotu og koma miklum efnahagsskaða á Þórsara. Þórsarar létu það þó ekki á sig fá, enda virtist allt í leiknum falla Þórsurum í hag. Lotu eftir lotu gerðu Þórsarar allt rétt þrátt fyrir að Atlantic væri að komast inn á sprengjusvæði og náðu að planta henni margsinnis. Þórsarar tóku leikinn alveg í eigin hendur og sigruðu hvorki meira né minna átta lotur í röð, staðan þá orðin 12-1. Atlantic var heldur betur fjarri góðu gamni í fyrri hálfleik, þó svo að Overpass sé almennt talið hentugra til að spila vörn á heldur en sókn. Staðan í hálfleik: 13-2 Atlantic þurfti heldur betur að byrja seinni hálfleik vel til að eiga séns á að taka eitthvað úr leiknum. Hugo, leikmaður Atlantic sá til þess þegar honum tókst að fella Þórsara á sprengjusvæði B og aftengja sprengjuna. Þrátt fyrir að taka skammbyssulotu seinni hálfleiks náðu þeir aldrei tánum þar sem Þórsarar höfðu hælana og einstaklega sannfærandi sigur Þórsara var þar með í höfn. Lokatölur: 16-3 Þórsarar eru því komnir með sinn annan sigur á tímabilinu en Stórmeistarar í Atlantic eru enn á botni deildarinnar, án stiga. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
Leikurinn fór fram á Overpass og var þar með fyrsti leikurinn þar á tímabilinu. Þórsarar tóku hnífalotu leiksins og völdu að byrja í vörn. Í skammbyssulotu fyrri hálfleiks áttu Þórsarar fína endurtöku á A-svæði Overpass og tóku fyrstu lotuna. Þórsarar voru heldur betur í gír í byrjun leiks og tóku fyrstu fjórar lotur leiksins. Eftir mistök hjá Allee, leikmanni Þórsara, náði Atlantic að vinna sína fyrstu lotu og koma miklum efnahagsskaða á Þórsara. Þórsarar létu það þó ekki á sig fá, enda virtist allt í leiknum falla Þórsurum í hag. Lotu eftir lotu gerðu Þórsarar allt rétt þrátt fyrir að Atlantic væri að komast inn á sprengjusvæði og náðu að planta henni margsinnis. Þórsarar tóku leikinn alveg í eigin hendur og sigruðu hvorki meira né minna átta lotur í röð, staðan þá orðin 12-1. Atlantic var heldur betur fjarri góðu gamni í fyrri hálfleik, þó svo að Overpass sé almennt talið hentugra til að spila vörn á heldur en sókn. Staðan í hálfleik: 13-2 Atlantic þurfti heldur betur að byrja seinni hálfleik vel til að eiga séns á að taka eitthvað úr leiknum. Hugo, leikmaður Atlantic sá til þess þegar honum tókst að fella Þórsara á sprengjusvæði B og aftengja sprengjuna. Þrátt fyrir að taka skammbyssulotu seinni hálfleiks náðu þeir aldrei tánum þar sem Þórsarar höfðu hælana og einstaklega sannfærandi sigur Þórsara var þar með í höfn. Lokatölur: 16-3 Þórsarar eru því komnir með sinn annan sigur á tímabilinu en Stórmeistarar í Atlantic eru enn á botni deildarinnar, án stiga.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti