Fótbolti

Sér­fræðingur Sky spáir ó­væntu tapi Arsenal gegn Bour­nemouth

Siggeir Ævarsson skrifar
Arsenalmenn eru taplausir á tímabilinu. Fá þeir óvænt tap í fangið í dag?
Arsenalmenn eru taplausir á tímabilinu. Fá þeir óvænt tap í fangið í dag? Vísir/Getty

Lewis Jones, tippsérfræðingur Sky Sports, segir að það sé ekki óvitlaust að setja pening á að Arsenal tapi sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sækir Bournemouth heim í dag.

Arsenal hefur farið ágætlega af stað stað á tímabilinu en liðið er taplaust eftir sex leiki, með fjóra sigra og tvö jafntefli. Bournemouth er aftur á móti sigurlaust í 17. sæti, með þrjú jafntefli í sarpnum.

Jones er búinn að rýna í tölfræðina og bendir á að í síðustu tólf útileikjum Arsenal gegn liðum í neðri hluta deildarinnar hafi aðeins 1,9 mörk verið skoruð að meðaltali. Þá bendir hann á að Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, sé sérfræðingur í að stífla sóknir stórra liða og reiknar ekki með markaregni í dag.

Hann spáir því markaþurrð í kvöld og telur líklegt að Bournemouth muni gera Arsenal erfitt fyrir og ekki ósennilegt að heimamenn nái að kreista út sigur með skynsömum leik svo lengi sem hugmyndafræði Iraola nær í gegn.

Jones var með hárnákvæma spá um leik Manchester United og Burnley síðustu helgi en það þurfti svo sem engan Nostradamus til að spá fyrir um þann leik. Það verður spennandi að sjá hvort Jones verður sannspár í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×