Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 13:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira